fimmtudagur, 29. desember 2011

Snjórinn

Það snjóar og snjóar þessa dagana, sjaldan verið svona síðan ég flutti til Reykjavíkur. Man reyndar að það var ansi mikill snjór þegar ég var heima með Ísak Mána í fæðingarorlofi 1999-2000, var oft erfitt að komast um hverfið með barnavagninn. Spuning um að vera ekkert að fara meira út í umferðina í dag (fór að sjálfsögðu í ræktina í morgun).
Við höfum reynt að fara út í snjóinn á hverjum degi, oftar en ekki hafa það verið ég, Logi Snær og Daði Steinn, en Davíð er búinn að vera í vinnunni og Ísak Máni meira spenntur fyrir að vera með vinum sínum. Spurning hvort Daði Steinn ráði við snjóinn eins og hann er núna.
 Alsælir í sleðaferð, búnir að fara nokkrar ferðir í hverfisbrekkunni og á leið heim.

 Eitt grýlukerti fannst í kastalanum og var það borðað í mesta bróðerni.

Á jóladag fórum við eins og venjulega í jólahangikjöt í Bröttuhlíð, þar hitti Daði Steinn hana Sollu sína og síðan hefur hann þóst vera Íþróttaálfurinn. Þau eru góð saman :-)

Ræktin:
Mánudagur 26.des. Body pump tími
Þriðjudagur 27. des. Brennsla, 20 mín á stigvél, 20 mín á orbí, magi, bak og planki.
Miðvikudagur 28. des. Bretti 5 km á 30 mín. magi, bak, planki.
Fimmtudagur 29. des. Tabata tími + hot kjarni tími. Mæli með Tabata.
Svo er bara spurning hvort hægt verður að hlaupa á laugardaginn, stefnan er sett á gamlárshlaup ÍR.

1 ummæli:

  1. Ég dáist að dugnaðinum í þér í ræktinni Sigga mín. Kærar vetrarkveðjur í Eyjabakkann

    SvaraEyða