laugardagur, 22. desember 2012

Jólin, jólin allstaðar...

...með jólagleði og gjafirnar...
Já það er nú bara þannig að Davíð er nú stressaður yfir að allar gjafirnar eru komnar undir tréð, hann hefur svo miklar áhyggjur af að eitthvað vanti.... nú ef svo er þá fattar það enginn það er svo mikið af pökkum undir trénu, Daða Steini finnst alveg nóg um.

Allt gengur þetta sinn vanagang, ég er búin með aðalskúringuna og líka þá næstu á eftir svo það verður bara létt yfirferð á aðfangadag. Jólatréð var gert klárt í morgun á meðan ég var á hlaupum og Ísak Máni svaf. Svo fór öll hersingin í Fjarðarkaup að versla jólamatinn, en það virðist vera að festast í sessi að skella sér þangað að kaupa hamborgarahrygginn, enda bragðast hann ákaflega vel.

Ég er tiltölulega róleg yfir þessu öllu og meira að segja bara nokkuð róleg yfir fermingunni hans Ísaks Mána sem skellur á strax eftir áramót, enda allt undir kontról.

Ég hef verið nokkuð dugleg við að skokka undanfarið þó ég segi sjálf frá, enda er það allt annað líf að vera í svona skokkhóp heldur en að vera að böðlast þetta einn, maður þarf bara að mæta og hlaupa, en ekkert að hugsa fyrirfram, manni er bara sagt hvað maður á að hlaupa. Frábær hópur og skemmtilegur félagsskapur þarna hjá ÍR skokk.

Skokk:
miðvikudagur 19. des. Jólaljósahlaup, ca 6 km
fimmtudagur 20. des. 7 km á 40 mín
laugardagur 22. des. 11,25km á ca. 70 min.
þriðjudagur 25.des. 10 km í Elliðaárdalnum
fimmtudagur 27. des. 6,9 km.
mánudagur 31.des. 10 km á 54:45
fimmtudagur 3. jan 8.km
laugardagur 5.jan 14.5 km á 1:35klst