fimmtudagur, 31. maí 2012

Enn meiri sól og enn meiri hósti...

Já það er fjör í sólinni hérna. Ég er að verða góð af mínu kvefi með hjálp læknastéttarinnar. Daði Steinn var fínn í gær, var þó farin að heyra aðeins asthmahljóð síðdegis og pústaði hann því áður en hann fór að sofa. Hann kom svo röltandi til mín milli tólf og eitt í nótt og ég hélt hann ætlaði að grilla mig hann var svo heitur. Það var settur stíll í rassinn og reynt að sofa sem gekk nú ekki sérlega vel næsta klukkutímann eða svo. Daði var í hálfgerðu móki og lét ýmis gullkorn flakka: Mamma eruð þið pabbi unglingar? Svo kom: Pabbi, nei Stína (og svo ekki meir, Stína vinnur á leikskólanum). Eitt sinn reis hann upp og sagði mamma má ég knúsa þig og að sjálfsögðu fékk hann það og svo var hann oltinn útaf aftur, eitthvað fleira kom sem ég man ekki í augnablikinu.
Við fengum tíma hjá doksa í morgun og var hann sendur í lungnamyndatöku og út úr því kom að það er eitthvað byrjað að grassera þar, ekki orðin lungnabólga en eitthvað á byrjunarstigi, sýklalyf málið og svo er bara að vona að hitinn haldi sér niðri, en hann er búinn að hanga í 39 í meira og minna allan dag þrátt fyrir stíla, þangað til í kvöld þegar hann fór að sofa. Það verður því bara meira heimafjör á morgun í sólinni. Spurning svo hvort við náum sveitaferðinni á laugardaginn - það verður tíminn að leiða í ljós.
Engin rækt verið þessa vikuna :-(, en stefnt að því að gera eitthvað í næstu viku.

mánudagur, 28. maí 2012

Sól, hor, hósti og ýmislegt annað!

Jebb, veðrið leikur við okkur þessa dagana, ég er hins vegar búin að vera hálf tæp af einhverjum flensuskít síðan á fimmtudag. Við létum það ekki stoppa okkur og vorum með gríðarlegt evróvision partý á laugardaginn þar sem Guðrún og Steinar Ingi mættu. Daði var hæstánægður með partýgestina og lék við hvern sinn fingur í kring um Steinar Inga
Logi Snær fékk líka eitthvað að vera með, en Ísak Máni var ekki til í að vera með í myndatökunni
Í gær tókum við svo afmælisrúnt á Leiðarenda til Ingu, Gunna og Heklu, þar var sól og blíða og flott trampolín sem var mikil gleði með. Við mættum með afmæliskökuna hans Davíðs með okkur og slógum upp afmæliskaffi í sólinni
Sumir nýttu tímann vel og náðu að skella sér í pottinn líka. Þarna var allt mjög friðsamt......en það skiptast á skin og skúrir í vináttunni eins og öðru.

Eitthvað hefur ræktin setið á hakanum undanfarið vegna slappleika.
Ræktin:
Miðvikudagur 23. maí TNT 60 mín
Föstudagur 25. maí Tabata 60 mín.
Svo er bara að fara að taka á því aftur.

sunnudagur, 20. maí 2012

Helgin

Dásamleg helgi að baki. Fjölskyldan skellti sér vestur á föstudaginn eftir vinnu hjá Davíð. Fyrsta stopp var í Baulumýri þar sem strákarnir fengu að hoppa og skoppa áður en Davíð hélt með þá áfram í Grundarfjörð þar sem þeir ætluðu að eyða helginni. Ég ákvað hins vegar að vera áfram í Baulumýri og Logi Snær var smá hissa á því þangað til hann fann réttu skýringuna: Ég ætlaði AUÐVITAÐ að vera hjá mömmu minni og pabbi hans hjá mömmu sinni. Laugardagurinn fór í að stinga upp kartöflugarða og setja niður kartöflur fram á hádegi. Eftir hádegi fórum við pabbi í fjárhúsin að marka, endurtókum svo þann leik í allan dag. Mikið getur það stundum verið gott að slást við rollur og lömb sem bara slást við mann en eru ekkert að tuða - ágætis tilbreyting þó svo gott hafi verið að fá alla strákana aftur í dag. Vorum ekkert að flýta okkur heim, enda dásamlegt veður til að hoppa á trampolíni í Baulumýri. Lentum svo í Eyjabakkanum rúmlega hálf 9 og ekki allir sáttir við að fara í bælið.

Ræktin síðustu tvær vikur:
Mánudagur 7. maí Tabata 60 mín. Skokk 5.5km + kraftganga í 90mín.
Þriðjudagur 8.maí frí
Miðvikudagur 9. maí frí
fimmtudagur 10 maí frí
föstudagur 11. maí frí
laugardagur 12. maí 8.7 km á 53 mín.

Mánudagur 14. maí Tabata
Þriðjudagur 15.maí frí
Miðvikudagur 16.maí TNT 60 mín
fimmtudaguar 17. maí 10 km á 60 mín.
Föstudagur 18. maí frí
Laugard og sunnud. átök í sveitinni.

sunnudagur, 6. maí 2012

Baulumýri

Þessari helgi sem er að ljúka eyddum við í Baulumýri. Planið var að græja gulræturnar, garðurinn var stunginn upp á laugardag en sökum hraða á rokinu var ekki hægt að sá fyrr en í fallega verðrinu í dag. Ég fékk mikla hjálp frá öllum drengjunum mínum og pabba mínum - ætli ég leyfi þeim ekki að njóta uppskerunnar með mér ef hún verður góð - nógu mörg fræ fóru allavega í moldina. Yndislegt alltaf í Baulumýri og alltaf gott að koma heim líka. Fórum lengri leiðina heim og komum við í Grundarfirði - allir nema Logi Snær sem vildi ekki yfirgefa Baulumýri strax og fékk að vera áfram fram á þriðjudag þegar amma hans og afi koma í bæinn.

Ræktin:
mánudagur 30. apríl Tabata 60 mín.
þriðjudagur 1. maí Skokk 5,5 km á 34 mín.
miðvikudagur 2. maí TNT 60 mín.
Fimmtudagur 3. maí frí
föstudagur 4. maí Tabata 60 mín.