föstudagur, 6. janúar 2012

Gleðilegt nýtt ár!

2011 búið og 2012 komið á fullt skrið.
Áramótin komu og fóru í góðum gír, en við vorum í Stórakrika hjá Ingu, Gunna og Heklu, þar voru líka Guðrún og Jökull og pabbi og mamma. Tóm gleði og góður matur.
Allt komið á fullt skrið í skóla og frístundum, sem þýðir það einfaldlega að ég er komin á fullt í skutlið og allt sem því fylgir. Logi Snær er kominn af stað í körfuboltann og fimleikana og Ísak Máni í körfuboltann og píanóið. Daði Steinn fær bara að vera á leikskólanum, enda nokkuð sáttur þar þrátt fyrir smá mótmæli suma morgna.
Daði Steinn tók tvo daga í eitthvert asthma dæmi, en með reglulegu pústi höfum við náð að halda því niðri.
Stefnan í ár er að koma sér í gott líkamlegt form og hlaupa einhver 10 km hlaup og hafa gaman af því.

Ræktin:
laugardagur 31.des. 10km á 58 mín. Gamlárshlaup ÍR
mánudagur 2.jan. Tabata tími með bjöllum.
miðvikudagur 4. jan. Body pump tími.
föstudagur 6. jan. Tabata tími með bjöllum

Engin ummæli:

Skrifa ummæli