sunnudagur, 2. júní 2013

Esjan

Esjan fær mig til að blogga aftur, verð að hafa einhverja yfirsýn yfir það hvað ég fer margar ferðir á Esjuna í sumar - einhvern veginn auðveldara að telja það saman hér heldur en á Feisinu.
Ég fór s.s. fyrstu ferðina á annan í hvítasunnu með Davíð og við vorum 60 mín. upp.
Í morgun fór ég ferð númer tvö og náði að klóra mig upp að steininum á 54 mín.
19. júní - Esjan á 48:45 mín.  Tók pabba, Guðrúnu og Jennýju með - fóru á 71:50 mín.
21.júní - Esjan á 47:40 mín. Tók pabba (66:40) og Guðrúnu (65:00) með.
23. júní - Esjan á 68 mín. Pabbi, Davíð, Ísak Máni og Logi Snær (á ca 65 mín) fóru með. Þetta var fyrsta ferðin hans Loga upp að Steini.