þriðjudagur, 31. janúar 2012

Myndablogg

Loksins koma hér nokkrar myndir af fallegu og duglegu drengjunum mínum. Ekki er ég þó enn búin að ná öllum snjómyndunum úr símanum mínum, en ef einhver hefur þekkingu á því hvernig maður getur á einfaldan hátt fært myndir úr samsung galaxy síma inn í mac tölvu þá væri vel þegið að fá upplýsingar um það. Legg það ekki á Davíð aftur að fara í gegn um það ferli sem hann fór í gegn um til að koma þeim inn síðast.
Þungt og mikið blogg, myndirnar eitthvað búnar að vera að stríða mér. Þær eru lýsandi fyrir heimilishaldið hérna - körfubolti, tölvunotkun og líf og fjör þegar menn eiga að fara að sofa. Svo fylgdi þarna ein mynd úr snjókomunni um daginn.

Ræktin:
Miðvikudagur 25. jan. Body pump
föstudagur 27. jan. Tabata/bjöllur
sunnudagur 29. jan. 7 km á 42 mín og 3/4 body pump tími.

mánudagur, 23. janúar 2012

Ræktin og lítið annað..

Lítið að gerast merkilegt á þessum bænum. Allir búnir að vera frekar kvefaðir og slumpulegir síðustu viku og lítil útivera samhliða því.
Brjálað að gera næstu helgi hjá öllum. Körfuboltamót hjá Ísaki Mána á Flúðum, Logi Snær er að fara á Póstmót Breiðabliks í körfu, eitthvað afmælisdæmi í vinnunni hjá Davíð á laugardaginn og svo matur um kvöldið. Spurning um að klóna sig ef Logi Snær á að keppa á laugardag líka.

Ræktin:
Mánudagur 16.jan. Tabata/bjöllur
Miðvikudagur 18.jan Body pumt
Föstudagur 20.jan Tabata/bjöllur
Sunnudagur 22.jan. Body pump
Mánudagur 23. jan. Sumba tími
Engir 10 km þessa vikuna vegna kvefs:-(

laugardagur, 14. janúar 2012

Af ýmsu!

Hérna er bara allt gott að frétta. Snjórinn búinn að vera að hrella borgarbúa undanfarna daga áður en rigningin og hálkan fór að hrella þá. Logi Snær og Ísak Máni þurftu að sleppa fimleikaæfingu og píanótíma á þriðjudaginn þar sem ég ákvað að fara ekki út í öngþveitið á götum borgarinnar. Annars er nú ekki oft í boði að sleppa tímum.
Á mánudagskvöld eignuðumst við lítinn frænda þegar Guðrún fæddi rúmlega 16 marka drengl
Annars snýst lífið mest um vinnuna, tómstundir og ræktina. Ég guggnaði hins vegar á að fara í Powerade hlaupið á fimmtudag, var ekki alveg viss með færðina, en bætti úr því með hlaupi á söndugum klaka í dag - ótrúleg andleg lækning að komast ÚT að hlaupa.
Ætlaði að henda inn nokkrum myndum af drengjunum, en eitthvað er það að vefjast fyrir mér að koma myndunum úr nýja fína símanum inn á tölvuna - það hlýtur að koma með tíð og tíma.
þangað til næst....

Ræktin:
Sunnudagur 8.jan. 8.2km á 48 mín. á brettinu.
Mánudagur 9.jan. Tabata/bjöllur
Miðvikudagur 11.jan Body pump
Föstudagur 13.jan. Tabata/bjöllu
Laugardagur 14.jan. 10 km á 65 mín.

föstudagur, 6. janúar 2012

Gleðilegt nýtt ár!

2011 búið og 2012 komið á fullt skrið.
Áramótin komu og fóru í góðum gír, en við vorum í Stórakrika hjá Ingu, Gunna og Heklu, þar voru líka Guðrún og Jökull og pabbi og mamma. Tóm gleði og góður matur.
Allt komið á fullt skrið í skóla og frístundum, sem þýðir það einfaldlega að ég er komin á fullt í skutlið og allt sem því fylgir. Logi Snær er kominn af stað í körfuboltann og fimleikana og Ísak Máni í körfuboltann og píanóið. Daði Steinn fær bara að vera á leikskólanum, enda nokkuð sáttur þar þrátt fyrir smá mótmæli suma morgna.
Daði Steinn tók tvo daga í eitthvert asthma dæmi, en með reglulegu pústi höfum við náð að halda því niðri.
Stefnan í ár er að koma sér í gott líkamlegt form og hlaupa einhver 10 km hlaup og hafa gaman af því.

Ræktin:
laugardagur 31.des. 10km á 58 mín. Gamlárshlaup ÍR
mánudagur 2.jan. Tabata tími með bjöllum.
miðvikudagur 4. jan. Body pump tími.
föstudagur 6. jan. Tabata tími með bjöllum