miðvikudagur, 27. júní 2012

Mér finnst rigningin góð....

na, na, nanana. Sit hér heima dauðþreytt eftir grillveislu kvöldsins. Skelltum okkur upp í Guðmundarlund með 10 vini hans Ísaks Mána og eitthvað af nánustu ættingjum til þess að halda upp á 13 ára afmælið hans Ísaks. Var í glimrandi veðri í Húsdýragarðinum fyrir hádegi, en eftir hádegi fór að rigna og maður trúði því að þetta væri bara skúr....skúrin entist hins vegar til átta í kvöld, en þá stytti upp og sólin fór að glitta í gegn. Held samt að allir hafi skemmt sér vel og farið sáttir en blautir heim. Ísak Máni var vel sáttur með afmælið sitt og það er fyrir mestu.
Ég er búin að skrá mig í Snæfellsjökulshlaupið um næstu helgi, en eina markmiðið hjá mér er að komast í mark, enda eru þetta litlir 22 km, en ég er búin að æfa stíft á Esjunni undanfarið. Hlaupið er frá Arnarstapa yfir jökulhálsinn og niður í Ólafsvík.

Ræktin:
Sunnudagur 24. júní Esjan á 52 mín.
Þriðjudagur 26. júní Esjan á 50 mín. Góður göngutúr í Elliðaárdalnum.

mánudagur, 18. júní 2012

Sumarfrí

Þá er maður kominn í sumarfrí! Fyrsta daginn í sumarfríi var maður nú bara heima með veikt barn, en Logi Snær fékk einhverja magakveisu, en sem betur fer smitaðist enginn annar á heimilinu af þessu.
Logi Snær hefur svo stundað skemmtilega leiki og útivist á ævintýranámskeiði Boot camp undanfarið og hefur mikið gaman af. Ísak Máni útskrifaðist úr Háskóla unga fólksins á föstudag og er strax búinn að ákveða að halda áfram í Háskólanum á næsta ári. Daði Steinn heldur bara sinni rútínu á leikskólanum enn sem komið er.
Við skelltum okkur í Grundarfjörð á föstudag og vorum þar alla helgina, enduðum heimsóknina á glæsilegu útskriftarboði Jóhönnu á hótelinu þar sem hún bauð upp á ljúffenga þriggja rétta máltíð - flott það. Við vorum svo að skríða í bælið í Eyjabakkanum um hálf 2 í nótt. En mikið var samt gott að vakna í sínu eigin bæli í morgun.

Ræktin:
Fimmtudagur 14. júní  Esjan ásamt pabba.
Laugardagur 16. júní Kvennahlup ÍSÍ 4.5 km
sunnudagur 17. júní Grundarhlaupið 2,8 km
Mánudagur 18. júní Esjan ásamt pabba.
Þriðjudagur 19. júní Esjan 55 mín.
Fimmtudagur 21 júní Esjan 53 mín. + niður að brú og upp aftur.
Föstudagur 22. júní 9,3 km skokk á 55 mín.

Dásamlegt að æfa svona úti, en spurning um að reyna að skella sér eitthvað í ræktina til að halda við efri partinum.

sunnudagur, 10. júní 2012

Alveg að komast í....

sumarfrí!
Skólinn alveg að klárast, bara tveir starfsdagar eftir. Hlakka til, alltaf gott að komast í frí, en alltaf gott að koma aftur í vinnu að hausti.
Lítið gerst hjá okkur undanfarið annað en vinnan. Ísak Máni er að fara í Háskóla unga fólksins á morgun og verður þar alla vikuna, hann byrjaði líka í Boot camp í síðustu viku og æfir þar tvisvar í viku á móti körfuboltanum. Logi Snær byrjar á ævintýranámskeiði hjá Boot camp á morgun og er orðinn spenntur að prufa eitthvað nýtt. Frábær þjálfari sem er með þá báða, hress og skemmtileg að sögn Ísaks.
Ég hef verið með einhvern skít í mér alla vikuna, en er nú farin að eta ofnæmistöflur sem slá eitthvað á þetta - en er ekki alveg sátt. Skellti mér samt á Esjuna í morgun og rúllaði henni upp á 55 mín. og var ég mjög sátt, skokkaði svo alla leið niður og það tók mig svona 20 mín. Annar hefur ræktin alveg setið á hakanum síðan á mánudag, en þá tók ég einn Tabata tíma.
Set hér inn eina mynd af íþróttaálfinum mínum síðan í sveitaferðinni. Daði Steinn er heltekinn af íþróttaálfinum þessa dagana. Hann æfir hin ýmsu hopp og æfingar á gólfinu hérna á milli þess sem hann biður okkur um að fá að horfa á Lazy town á youtube.