mánudagur, 26. mars 2012

3.ára

Hann á afmæli í dag.............hann Daði Steinn........hann er 3. ára í dag. Til hamingju elsku hjartans kúturinn minn með öll þrjú árin. Myndirnar hérna fyrir ofan eru allar teknar 26. mars (sú síðasta reyndar 25.)

Ræktin:
Mánudagur 19. mars Tabata 60 mín
Þriðjudagur 20. mars Bretti og 3x sett (magi, armb, planki) 60 mín
Miðvikudagur 21. mars TNT 60 mín.
Fim.+fös=veik :-(

þriðjudagur, 20. mars 2012

Ræktin og annað

Er eitthvað að rugla kerfinu núna að blogga einu sinni í viku og þar með hreyfingarskráningunni minni.
Svosem lítið að frétta hérna, Davíð skrapp í vinnuferð í síðustu viku í tvo daga. Loga Snæ tókst að fá heiftarlegann hálsríg á miðvikudaginn, mamman var samt svo grimm að hún dröslaði honum í skólann, kom honum þó ekki í sinn bekk, heldur var hann hjá mér á meðan ég var að undirbúa (kenni ekki tvo fyrstu tímana á miðvikudögum). Þetta var hins vegar ekki að ganga og mamman varð að trúa því að þetta væri alvöru og varð að fara með kauða heim. Honum var svo bara gefin verkjalyf og settir á hann heitir bakstrar. Þetta tók nokkra daga að linast upp en hann var orðinn góður um helgina.
Næstu helgar eru pakkaðar af dagskrá, páskabingó í leikskólanum, árshátíð og skírn um næstu helgi. Körfubolti og tvöfalt afmæli hina helgina og svo skella páskarnir á eftir það og þá er ferðinni heitið á Suðureyri. Meira um það síðar.

Ræktin:
Sunnudagur 11.mars 3x1000 m sprettir á 12,5 + 2 sett af maga, armb. og planka
Mánudagur 12. mars Tabata 60 mín. + 70 mín kraftganga í Elliðaárdalnum
Þriðjudagur 13. mars Frí
Miðvikudagur 14. mars Frí
Fimmtudagur 15. mars 3x1000 m sprettir á 12,5 + 2 sett af maga, armb. og planka
Föstudagur 16. mars Tabata
Laugardagur 17. mars 90 mín í íþróttahúsinu í Breiðholtsskóla (Ýmsar æfingar)

laugardagur, 10. mars 2012

Körfuboltahelgi

Þessi helgi eins og sú síðast lituð af körfuboltamóti.
Síðustu helgi var Logi Snær að keppa á Nettómótinu í Keflavík, einn leik á laugardeginum og þrjá á sunnudeginum. Hann stóð sig alveg glimrandi vel og hefur sýnt miklar framfarir í vetur. Náði á videó í símanum mínum ágætis sókn hjá Loga Snæ sem endaði að sjálfsögðu með körfu.

Ísak Máni var svo að keppa með 8. flokk í dag, átti að spila þrjá leiki en þar sem Höttur komst ekki frá Egilsstöðum urðu þeir bara tveir, á móti Ármanni og Hrunamönnum. Sigur í báðum leikjunum og átti Ísak Máni mjög flotta leiki og fékk að spila mikið, en ég hef ekki séð hann spila með 8. flokk áður - alltaf verið einhvers staðar á landsbyggðinni og Davíð séð um það. Vorum ekki með myndavél með okkur og ég fattaði ekki að taka upp á símann. Það verður bara gert næst, en eftir þrjár vikur spila þeir loka túrneringuna í 7. flokk og þá eru þeir einfaldlega að spila um Íslandsmeistaratitilinn. Það er til mikils að vinna því Davíð ætlar að bjóða öllu liðinu á Nings ef þeir landa titlinum.

Ræktin:
Mánudagur 5.mars Tabata 60 mín.
Þriðjudagur 6.mars Spinning 60 mín.
Miðvikudagur 7.mars TNT 60 mín.
Fimmtudagur 8.mars Powerade hlaup 10 km á 60:37 - nokkurra sekúndna bæting :-)
Föstudagur 9.mars Tabata 60 mín.

laugardagur, 3. mars 2012

Gullkorn

Við Daði Steinn skruppum í Mosó í gær til að sækja Loga. Daði Steinn fann sér púsl til að púsla og sat við hlið ömmu sinnar, hún fór eitthvað að fíflast í honum og segja að bitarnir væru ekki á réttum stað þó þeir væru þar. Daði Steinn var ekki alveg sáttur við þetta og stóð upp frá borðinu og fór. Næsta sem ég sé er að hann er að reyna að komast inn í svefnherbergi ömmu sinnar og afa svo ég segi honum að hann eigi nú ekki að fara þarna inn, hann mótmælir og segir að hann verði að fara þarna - hann þurfi að ná í gleraugu fyrir ömmu sína :-) Hann s.s. lagði saman tvo og tvo - fyrst hún gat ekki séð að hann væri að gera rétt þá yrði hún bara að setja upp gleraugun sín.  Hann er nú óttalegur snillingur þessi elska - eins og bræður hans.
Körfuboltaprógram þessa helgi hjá Loga Snæ og næstu helgi hjá Ísaki Mána - alltaf nóg að gera.

Ræktin:
mánudagur 27.feb. Tabata 60 mín.
þriðjudagur 28. feb. Spinning 60 mín.
miðvikudagur 29. feb. TNT 60 mín.
fimmtudagur 1.mars Spinning 60 mín.
föstudagur 2. mars Tabata 60 mín.
laugardagur 3.mars Íþróttahús Breiðholtsskóla 60 mín. allt mögulegt.