fimmtudagur, 2. júní 2016

Maímánuður

Eftir nokkurn slappleika og flensuskít í apríl þurfti að vinna upp hreyfingaleysi þess mánaðar í apríl. Ég var dugleg að fara á Úlfarsfellið, ýmist með mömmu og pabba, Ingu, Guðrúnu eða bara ein eins og varð raunin oftast. Ég synti líka 11.km þennan mánuðinn. Um hvítasunnuhelgina fór ég með Daða Steini og Loga Snæ í Baulumýri og eyddum við mestum tíma í sauðburði og markastússi á Knörr. Ísak Máni varði Íslandsmeistaratitilinn með sínu liði í körfubolta og er þetta þriðji titillinn á þremur árum. Logi Snær fékk viðurkenningu fyrir að vera efnilegastur (ásamt tveimur öðrum) í 7. flokk í körfunni. Daði Steinn stundar fótboltann en vill helst bara vera á mótum - hver þarf svosem að mæta á æfingar. Davíð og Ísak stunda ræktina eins og enginn sé morgundagurinn. Ísak Máni lauk 1.ári í Kvennó með sæmd og vinnur allar vaktir sem í boði eru í Hagkaup. Nú er sumarfríið að bresta á og allir tilbúnir í það.