föstudagur, 9. desember 2011

Powerade hlaupið

Mér tókst það! Ég skellti mér í Powerade hlaupið með henni Ingu vinkonu minni í næstu blokk. 6-7stiga frost og örlítill vindur. Færðin ekki upp á það besta, sumstaðar leið manni eins og maður færi tvö skref áfram og eitt afturábak.  Planið var að hlaupa þessa 10 km á undir 70 mín. í þessu veðri og færð og hafa gaman af þessu. Það tókst og fengum við báðar skráðann tímann 63:06 sem við vorum bara hæst ánægðar með. Ég var þar að auki búin að mæta í ræktina kl. 6 um morguninn í Body pump tíma. Það var því ekki laust við að ég yrði þess vör í morgun að ég hefði verið að gera sitthvað í gær. Bara gaman að þessu.
Næsta hlaup í janúar og stefnan að sjálfsögðu sett á það.

Jæja, verð að fara að undirbúa Daða Stein undir nefkirtlatökuna.....

1 ummæli:

  1. Takk fyrir að taka mig með í morgun, thetta var ótrúlega hressandi, bíð spennt eftir næsts hlaupi. Kv Inga

    SvaraEyða