miðvikudagur, 26. september 2012

Lífið er dásamlegt....

Jebb, alveg öfugt við síðast. Nú er maður búinn að sleppa sér á fjöllum á eftir rolluskjátum. Fór s.s. síðustu helgi í Baulumýri og skildi alla kallana mína eftir heima, aðalmarkmiðið var að fara að smala og það tókst. Fór á Hamraendafjallið á laugardeginum og svo á Staðarsveitarfjallið á sunnudaginn og gekk þar langleiðina upp að Helgrindum áður en maður smalaði síðan vestur fjallið. Dásamlegt veður og flottur félagsskapur fyrir utan nokkrar óþekkar rollur auðvitað. Kroppurinn var góður og skilaði mér heim með engar harðsperrur - annað en hjá sumum - nefni engin nöfn hér! Svo er bara að sjá hvort maður haldi áfram að smala næstu helgar.

Ræktin:
laugardagur 22. sept. 5 klst. smalamennska
sunnudagur 23. sept. 7 klst. smalamennska
mánudagur 24. sept. 1,5 klst kraftganga
miðvikudagur 26. sept. 5,5 km og 3x brekkusprettir á 46 mín. (með Ísaki)
Laugardagur 29. sept. c.a 12 tíma smalamennska á fjöllum.
sunnudagur 30. sept. c.a. 5 tíma smalamennska
mánudagur 1. okt. 1,5 klst. kraftganga
miðvikudagur 3. okt. 5km á 30 mín. + 2x brekkusprettir (með Ísaki)

fimmtudagur, 20. september 2012

Eymd og volæði!

Það er ekki mikið búið að heyrast frá manni undanfarið - eða öllu heldur sjást eftir mig hér á blogginu. Hef bara ekki nennt að skrifa neitt. Er búin að vera hálfónýt í kroppnum síðustu tvær vikurnar eða svo. Er mjög stíf í öllum vöðvum hægra megin - líklega eftir að taka upp kartöflur:-/
Hef þess vegna ekki verið að stunda líkamsræktina mína, sem er frekar fúlt, því í andlega erfiðu starfi er nauðsynlegt að fá líkamlega útrás og ekki getur maður fengið líkamlega útrás á nemendum sínum því þá væri maður ekki enn í þessu andlega erfiða starfi :-) Annars gengur vinnan nú bara fínt, bara mikið að gera enda er maður kominn með allskonar titla - formaður og leiðtogi t.d.
Annars gengur lífið bara sinn vanagang hérna á heimilinu, Ísak Máni er á fullu í félagslífinu, körfuboltanum og píanóinu, svo sækir hann messur eins og enginn sé morgundagurinn, Logi Snær er á fullu í félagslífinu, körfuboltanum og fimleikunum og Daði Steinn er á fullu í leikskólanum - hann fær ekki að fara í neitt af því það er enginn tími fyrir það þar sem allt fyrir hann er um helgar - enda nógur tími framundan fyrir hann.

Ræktin:
miðvikudagur 19. sept. 3km á bretti á 16 mín.