laugardagur, 17. desember 2011

Vika í jólin

Jólabaksturinn er hafinn og líklega bara lokið líka. Fjórar sortir í dag og allir frekar sáttir. Flestar ef ekki allar jólagjafir komnar í hús hjá mér að ég held - kemur í ljós þegar búið er að pakka öllu inn hvort einhver hefur orðið eftir.
Skelltum okkur meira að segja í Fjarðarkaup í dag til að versla jólasteikina - hún var góð hjá þeim í fyrra og því þá að taka einhverja sénsa núna. Ég fór hins vegar alveg yfir strikið í matarinnkaupunum í dag. Þar sem það er steik í matinn á morgun ákváðum við að hafa fisk í dag, steiktur fiskur í raspi varð fyrir valinu (Logi Snær elskar hann). Þegar ég hins vegar ætla að fara að elda fiskinn minn í kvöld álpast ég til að lesa á umbúðirnar og stendur þá ekki svínasíða að hætti þjóðverja! Ég hélt ég væri gengin af göflunum. Þegar ég svo tilkynnti Loga Snæ þetta sagði hann bara: Ég ætla ekki að borða - kjöt fer helst ekki inn fyrir hans varir. Það voru því eldaðar svínasíður með raspi fyrir rúmlega helming fjölskyldunnar og hinn hlutinn fékk pasta - sem er í uppáhaldi. Spuring hvort að jólastressið sé að gera útaf við mann eða hvað.
Strákarnir eru bara hressir. Við skelltum okkur öll út í snjóinn í dag og það finnst þeim ekki leiðinlegt, sleði, snjóbretti og skóflur - það má notast við það í þessari veðráttu. Logi Snær er samt ekki á fullhlöðnu batteríi ennþá, hefur lítið úthald en er að reyna sitt besta.

Ræktin:
Sunnudagur: Body pump tími
Þriðjudagur: Hot toning tími
Miðvikudagur: Hlaup 5km á 32 mín. á bretti.
Fimmtudagur: Body pump tími
Laugardagur: 10 km skokk með sprettum 80 mín. Var með tilvonandi meðskokkara í þjálfun.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli