sunnudagur, 26. febrúar 2012

Flenskuskítur og frábært boð!

Hérna hefur flensan hafið innreið sína. Hor, hósti, hálsbólga og hiti. Ísak Máni var orðinn slappur á sunnudag fyrir viku er búinn að vera rúmliggjandi síðan, fékk þó aðeins að fara í smá bíltúr með pabba sínum áðan, enda orðinn hitalaus. Daði Steinn var svo kominn með hita á þriðjudag og er búinn að vera funheitur síðan - fyrsti dagurinn í dag sem hann fer undir 38 stig. Hann er hins vegar með asmapúst og því hefur hóstinn hans ekki orðið eins harður og hjá Ísaki.  Við hin þrjú erum þokkaleg og vonandi verðum við það áfram.
Á föstudagskvöld bauð Dagmar mér og Eygló í mat og sýningu í Hússtjórnarskólanum þar sem hún stundar nám. Skemmst frá því að segja að þarna var borinn á borð dýrindis matur - eiginlega bara sjúklega góður og frábært að sjá hvað stúlkurnar þarna eru svo að gera flotta hluti í höndunum - Takk fyrir mig Dagmar.

Ræktin:
Mánudagur 20.feb: Tabata 60 mín
þriðjudagur 21.feb : Spinning 60 mín
miðvikudagur 22.feb : TNT 60 mín
fimmtudagur 23. feb: Spinning 60 mín
Föstudagur 24. feb: Tabata 60 mín
sunnudagur 26. feb: Hot asthanga yoga 60 mín.

mánudagur, 20. febrúar 2012

8 ára

Jebbs, það eru átta ár síðan Logi Snær fæddist í þennan heim.
Í gær var konudags - bollu - afmæliskaffi í Eyjabakkanum.
Í dag var hins vegar mikið fjör í Ævintýragarðinum þegar 14 7-8 ára strákar mættu í sameiginlegt afmæli Loga Snæs og Ingvars bekkjarbróður hans. Mikið hlaupið, hoppað og hamast nánast stanslaust frá kl. 16 til 18 með smá matarhléi sem varði í kanski 15 mínútur. Algjör snilld, sérstaklega þegar tveir taka sig saman. Ég myndi allavega ekki vilja fá þessa 14 heim til mín í tvo tíma. Nokkrar myndir fylgja svo hérna frá deginum í dag. Daði Steinn fékk að fara með, en Ísak Máni lá heima með hita.




Mis gáfulegt lið - en allir komu heilir út úr þessu (eða allavega eins heilir og þeir voru fyrir he, he.) - sem var fyrir mestu og afmælisbarnið sátt með lífið og tilveruna.

sunnudagur, 19. febrúar 2012

Ræktin

Rétt aðeins að henda inn rækt vikunnar áður en ný ræktarvika hefst. Kem svo vonandi með afmælisblogg á morgun.

Ræktin.
mánud. 13.feb. Tabata 60 mín
þriðjud. 14.feb. Hot yoga 60 mín
miðvikud. 15. feb. T.N.T 60 mín
fimmtud. 16. feb. Hot yoga 60 mín
föstud. 17.feb. Tabata 60 mín
laugard. 18.feb. Spinning 60 mín.
Spurning um að reyna að fylgja vel heppnaðri ræktarviku eftir inn í þá næstu.....kemur í ljós.

sunnudagur, 12. febrúar 2012

Körfuboltahelgi

Góð helgi í körfunni hjá Ísaki Mána staðreynd. 7. flokkur að keppa í B riðli í Seljaskóla og markmiðið var að koma sér upp í A riðil og enda keppnistímabilið þar. Það tókst eftir háspennuleik við Njarðvík 34 - 31 og strákarnir komnir upp í A riðil.


Ræktin:
Mánudagur 6. feb. Tabatatími
Miðvikudagur 8. feb. TNT tími
Fimmtudagur 9. feb. Poweradehlaup 10km á 60,49 mín (mjög sátt, enda hávaða rok)
Föstudagur 10. feb. Tabatatími
Sunnudagur 12. feb. Hot asthanga jóga.
Flott hjá sjálfri mér :-) he, he.

mánudagur, 6. febrúar 2012

Vitnisburður

Allir flottu strákarnir mínir fengu vitnisburð í síðustu viku. Daði Steinn fór í 2 1/2 árs skoðun á heilsugæslunni og fékk 10 í einkunn (að vísu í ferð tvö - hann var ekki samvinnufús í fyrstu ferð, og ekki eins vel tekið á móti honum þá). Logi Snær fékk mjög gott í öllu og A í skólafærni - fengi samt ekki A í heimafærni þessa dagana, er eitthvað í valdabaráttu við yngri bróðir sinn. Ísak Máni skilaði meðaleinkuninni 9,2 út úr miðsvetrarprófunum og er það alveg glæsilegt hjá honum, eins og hinum tveimur. Ég er ótrúlega stolt af þessum flottu strákum mínum.

Ræktin:
Föstudagur 3.feb. Tabatatími.
Laugard. 4.feb. Jóga
Sunnud. 5.feb. 9,2 km úti á 55 mín.
mánud. 6.feb. Tabatatími.