föstudagur, 23. desember 2011

Jólin, jólin......

....eru alveg að koma. Ýmislegt höfum við aðhafst í aðraganda jólanna.
Við höfum notið útiverunnar í snjónum eins og kostur er.
 Logi Snær og Daði Steinn fóru á hverfishólinn að renna sér á sleða.
 Hérna fyrir utan hjá okkur er kominn þessi líka fíni köngulóavefur sem er alveg hægt að notast við.
 Í vinnunni hjá Davíð var boðið upp á piparkökuhúsaskreytingar fyrir alla fjölskylduna. Logi Snær og Ísak Máni unnu þetta fagmannlega eins og sjá má.
 Helgileikur 7. bekkinga var sýndur á öllum þremur jólaskemmtunum skólans og var Ísak Máni píanóleikari sýningarinnar og sló vart feilnótu - stóð sig með mikilli prýði og var móðirin afar stolt þegar samstarfsfólk var að hæla drengnum við mig.
Logi Snær gekk galvaskur í kring um jólatréð í skólanum og hengdi sinn þvott á fullu með Andra Frey sér við hlið. Grýla og fleiri skrýtnar verur kíktu í heimsókn við mikla kátínu.

Jólatréð er nú komið upp og allt að verða nokkuð klárt fyrir jólin.
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla.

Ræktin:
Þriðjud. 20. Hot toning tími
miðv.d. 21. Hlaup á bretti 5km á 30 mín.
föstud. 23. Hlaup á bretti 10 km á 60 mín. - geri það ekki aftur nema í neyð.
laugard. 24. Body pump tími.

1 ummæli: