miðvikudagur, 7. desember 2011

Þegar piparkökur....

...bakast kökur....
Við Logi Snær skelltum í piparkökudeig í gærkvöldi svo við gætum bakað piparkökur eftir skóla í dag. Ég var með Daða Stein heima í dag og því gátum við bara byrjað strax og Logi Snær var búinn í skólanum. Ísak Máni var ekki kominn heim þegar myndasmiðurinn var á staðnum, en hann fékk samt einn þriðja af deginu til að vinna með.Daði Steinn var í lokin orðinn mest spenntur fyrir að sáldra hveiti um allt, en allt gekk þetta ljómandi vel og allir sáttir - líka mamman sem þurfti að skúra yfir eldhúsgólfið eftir þetta.
Svo er bara spurning hvort við höfum okkur í það að skreyta eitthvað af þessu áður en það klárast.

Logi Snær hefur það þokkalegt og er farinn að vera í skólanum. Daði Steinn fær hins vegar helst ekki að fara út í kuldann og er pústaður í bak og fyrir svo hann verði góður á föstudag og komist í nefkirtlaaðgerðina. Hann er hins vegar fullur af orku og veit ekki alveg hvað hann á að gera af sér.
Unglingurinn er bara unglingur með öllu því sem því fylgir.

Ræktin gengur ágætlega, prófaði nýjan tíma í gærmorgun - reebok hot toning. Mjög rólegar en nokkuð krefjandi æfingar í 35 gráðu heitum sal, var samt ekki alveg að höndla hitann á tímabili. Svitnaði vel af þessu. Tók svo 5km á rúmum hálftíma á brettinu í morgun - aðeins auðveldara heldur en síðast. Body pump tími 6:10 í fyrramálið svo það er eins gott að fara að koma sér í bælið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli