Þessari helgi sem er að ljúka eyddum við í Baulumýri. Planið var að græja gulræturnar, garðurinn var stunginn upp á laugardag en sökum hraða á rokinu var ekki hægt að sá fyrr en í fallega verðrinu í dag. Ég fékk mikla hjálp frá öllum drengjunum mínum og pabba mínum - ætli ég leyfi þeim ekki að njóta uppskerunnar með mér ef hún verður góð - nógu mörg fræ fóru allavega í moldina. Yndislegt alltaf í Baulumýri og alltaf gott að koma heim líka. Fórum lengri leiðina heim og komum við í Grundarfirði - allir nema Logi Snær sem vildi ekki yfirgefa Baulumýri strax og fékk að vera áfram fram á þriðjudag þegar amma hans og afi koma í bæinn.
Ræktin:
mánudagur 30. apríl Tabata 60 mín.
þriðjudagur 1. maí Skokk 5,5 km á 34 mín.
miðvikudagur 2. maí TNT 60 mín.
Fimmtudagur 3. maí frí
föstudagur 4. maí Tabata 60 mín.
Ég skil. Davíð fær ekki gulrætur...
SvaraEyðaDavíð er að sjálfsögðu einn af drengjunum sem hjálpuðu mér - svo hann fær gulrætur, enda hefur hann lært heilmikið um gulrótaræktun.
SvaraEyða