mánudagur, 28. maí 2012

Sól, hor, hósti og ýmislegt annað!

Jebb, veðrið leikur við okkur þessa dagana, ég er hins vegar búin að vera hálf tæp af einhverjum flensuskít síðan á fimmtudag. Við létum það ekki stoppa okkur og vorum með gríðarlegt evróvision partý á laugardaginn þar sem Guðrún og Steinar Ingi mættu. Daði var hæstánægður með partýgestina og lék við hvern sinn fingur í kring um Steinar Inga
Logi Snær fékk líka eitthvað að vera með, en Ísak Máni var ekki til í að vera með í myndatökunni
Í gær tókum við svo afmælisrúnt á Leiðarenda til Ingu, Gunna og Heklu, þar var sól og blíða og flott trampolín sem var mikil gleði með. Við mættum með afmæliskökuna hans Davíðs með okkur og slógum upp afmæliskaffi í sólinni
Sumir nýttu tímann vel og náðu að skella sér í pottinn líka. Þarna var allt mjög friðsamt......en það skiptast á skin og skúrir í vináttunni eins og öðru.

Eitthvað hefur ræktin setið á hakanum undanfarið vegna slappleika.
Ræktin:
Miðvikudagur 23. maí TNT 60 mín
Föstudagur 25. maí Tabata 60 mín.
Svo er bara að fara að taka á því aftur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli