Já það er fjör í sólinni hérna. Ég er að verða góð af mínu kvefi með hjálp læknastéttarinnar. Daði Steinn var fínn í gær, var þó farin að heyra aðeins asthmahljóð síðdegis og pústaði hann því áður en hann fór að sofa. Hann kom svo röltandi til mín milli tólf og eitt í nótt og ég hélt hann ætlaði að grilla mig hann var svo heitur. Það var settur stíll í rassinn og reynt að sofa sem gekk nú ekki sérlega vel næsta klukkutímann eða svo. Daði var í hálfgerðu móki og lét ýmis gullkorn flakka: Mamma eruð þið pabbi unglingar? Svo kom: Pabbi, nei Stína (og svo ekki meir, Stína vinnur á leikskólanum). Eitt sinn reis hann upp og sagði mamma má ég knúsa þig og að sjálfsögðu fékk hann það og svo var hann oltinn útaf aftur, eitthvað fleira kom sem ég man ekki í augnablikinu.
Við fengum tíma hjá doksa í morgun og var hann sendur í lungnamyndatöku og út úr því kom að það er eitthvað byrjað að grassera þar, ekki orðin lungnabólga en eitthvað á byrjunarstigi, sýklalyf málið og svo er bara að vona að hitinn haldi sér niðri, en hann er búinn að hanga í 39 í meira og minna allan dag þrátt fyrir stíla, þangað til í kvöld þegar hann fór að sofa. Það verður því bara meira heimafjör á morgun í sólinni. Spurning svo hvort við náum sveitaferðinni á laugardaginn - það verður tíminn að leiða í ljós.
Engin rækt verið þessa vikuna :-(, en stefnt að því að gera eitthvað í næstu viku.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli