sunnudagur, 20. maí 2012

Helgin

Dásamleg helgi að baki. Fjölskyldan skellti sér vestur á föstudaginn eftir vinnu hjá Davíð. Fyrsta stopp var í Baulumýri þar sem strákarnir fengu að hoppa og skoppa áður en Davíð hélt með þá áfram í Grundarfjörð þar sem þeir ætluðu að eyða helginni. Ég ákvað hins vegar að vera áfram í Baulumýri og Logi Snær var smá hissa á því þangað til hann fann réttu skýringuna: Ég ætlaði AUÐVITAÐ að vera hjá mömmu minni og pabbi hans hjá mömmu sinni. Laugardagurinn fór í að stinga upp kartöflugarða og setja niður kartöflur fram á hádegi. Eftir hádegi fórum við pabbi í fjárhúsin að marka, endurtókum svo þann leik í allan dag. Mikið getur það stundum verið gott að slást við rollur og lömb sem bara slást við mann en eru ekkert að tuða - ágætis tilbreyting þó svo gott hafi verið að fá alla strákana aftur í dag. Vorum ekkert að flýta okkur heim, enda dásamlegt veður til að hoppa á trampolíni í Baulumýri. Lentum svo í Eyjabakkanum rúmlega hálf 9 og ekki allir sáttir við að fara í bælið.

Ræktin síðustu tvær vikur:
Mánudagur 7. maí Tabata 60 mín. Skokk 5.5km + kraftganga í 90mín.
Þriðjudagur 8.maí frí
Miðvikudagur 9. maí frí
fimmtudagur 10 maí frí
föstudagur 11. maí frí
laugardagur 12. maí 8.7 km á 53 mín.

Mánudagur 14. maí Tabata
Þriðjudagur 15.maí frí
Miðvikudagur 16.maí TNT 60 mín
fimmtudaguar 17. maí 10 km á 60 mín.
Föstudagur 18. maí frí
Laugard og sunnud. átök í sveitinni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli