laugardagur, 28. apríl 2012

Innivera og útivera

Dagarnir líða áfram og áður en maður veit af verður komið sumarfrí. Nóg að gera hjá öllum á lokasprettinum, uppskeruhátíð í körfunni 12. maí, tónleikar hjá Ísaki Mána einnig þá, hann er einnig að fara að taka grunnpróf í píanóleik um miðjan maí. Logi Snær verður með fimleikasýningu 17. maí og svo verða einhver próf í skólanum hjá drengjunum. Ætlunin hjá mér er að reyna að komast vestur fljótlega og sá gulrótum í garðinn minn góða. Daði Steinn vill helst vera úti að leika þegar hann hefur lokið leikskóladeginum og held ég að það væri gott fyrir hann að komast í Baulumýri þar sem hann getur leikið frjáls úti í náttúrunni. Rigning í dag og því ákveðið að taka inniveruna á þetta fyrri hluta dags - ákveðið var því að skella sér í íþróttahúsið í skólanum og láta alla rasa út þar í c.a. tvo tíma. Við Daði Steinn tókum samt útiveruna á þetta seinni partinn á meðan Ísak Máni eldaði þennan fína fiskrétt í kvöldmatinn. Hann eldaði þetta í heimilisfræði og heimaverkefnið hans var að elda þetta fyrir fjölskylduna, hann stóð sig vel og voru allir fjölskyldumeðlimir nokkuð sáttir við matinn - gerist ekki oft! Stefnir í ágætis veður á morgun og þá verður fjölskyldan örugglega drifin út til að fá útrás.

Ræktin:
Laugardagur 21. apríl: Cross fit æfing hjá Annie Mist ca. 60 mín.
mánudagur 23. apríl: Tabata 60 mín. Hlaup 2,3km. Kraftganga í 70 mín.
þriðjudagur 24 apríl: frí
miðvikudagur 25. apríl: TNT 60 mín.
Fimmtudagur 26. apríl: 3x400m sprettir á 12,5, 1x500m sprettur á 13,5. Róður, Stigvél(10mín) + magi+armb. =60 mín.
Föstudagur 27. apríl: Tabata 60 mín.
Laugardagur 28. apríl: Íþróttahúsið í 2 klst.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli