mánudagur, 2. apríl 2012

Páskafrí??

Tæknilega séð á ég að vera komin í páskafrí, en til að koma ekki beint í kennslu eftir páska óundirbúin hef ég tekið þá ákvörðun að vinna í páskafríinu og skelli mér því í vinnuna í dag og set stóru strákana mína í íþróttahúsið að djöflast á meðan - góður díll sem allir eru sáttir við.

Það var tvöföld afmælisveisla um helgina í Stórakrika, Daði og Hekla héldu þriggja ára veisluna sína saman.



Ísak Máni var einnig að keppa í körfubolta um helgina, úslitatúrnering í 7.flokki, ekki gekk flokknum sem skildi, en Ísak Máni var að standa sig ljómandi vel og setti niður slatta af körfum.


Ræktin:
Mánudagur 26. mars Tabata 60 mín
Þriðjudagur 27.mars Frí
Miðvikudagur 28. mars TNT 60 mín
Fimmtudagur 29. mars 5km/30mín. Tabata 35 mín.
Föstudagur 30 mars Tabata 60 mín.

2 ummæli:

  1. Dugnaður í þér Sigga mín, að vera að vinna í páskafríinu þínu. Meiri krúttin þessi tvö þriggja ára :-)

    Ég fylgist vel með ræktinni þinni og er forvitin að vita hvað Tabata og TNT er?? Mín líkamsrækt þessa dagana felst í því að lesa hvað þú gerir, he he :-)

    SvaraEyða
  2. Góð Gulla! Tabata og TNT eru mjög fjölbreytt æfingakerfi þar sem maður er að vinna á tíma þannig að hver og einn gerir eins mikið og hann getur óháð því hvað næsti maður gerir. Er eitthvað svipað og Cross fit sem er svo vinsælt núna, en samt ekki alveg eins. T.d. 20 hnébeygjur, 30 bekkpressa, 40 armbeygjur, gera þetta stanslaust í 5 mín. Ansi skemmtilegt þar sem enginn tími er eins, sá sem er með tímana er með þetta mjög fjölbreytt.
    kveðja frá Suðureyri city,
    Sigga

    SvaraEyða