mánudagur, 16. apríl 2012

Árinu eldri...

Jæja árin halda áfram að færast yfir þó svo maður yngist bara í anda. Það var að sjálfsögðu stjanað við mann í gær - allavega keypt kaka og engin venjuleg kaka, heldur ekta frönsk súkkulaðikaka frá Jóa Fel, mmmm hún var svooo góð.
Ég skrapp skottúr í Baulumýri á laugardag, fór með mömmu og pabba en þau voru að fara með fulla kerru af eldivið sem þurfti að losa inn í eldiviðarskúr, það var bara dásamlegt að taka smá rúnt án alls áreitis frá börnum, enda ekkert sérstakt um að vera hjá þeim þessa helgi. Sumardagurinn fyrsti nálgast óðfluga en þá er fimleikasýning hjá Loga Snæ, sumarhátíð hjá Daða Steini og einhverjir tónleikar sem Ísak Máni, Logi Snær og Davíð áætla að skella sér á. Ég hefði nú líka alveg viljað taka þátt í fyrsta sumar Powerade hlaupinu sem er þennan dag líka, en ég sé ekki alveg fram á að það rúmist í tímaplaninu - bara gott að hafa nóg að gera.

Ræktin
Mánudagur 9. apríl frí - eða keyrsla frá Suðureyri
Þriðjudagur 10. apríl 5 km á bretti og ýmsar styrktaræfingar = 60 mín.
miðvikudagur 11. apríl TNT 60 mín
fimmtudagur 12. apríl 1 km á hraða 11 og 4x 400m sprettir á 12,5. Tabataæfingar með lóðum.
föstudagur 13. apríl Tabata 60 mín.

1 ummæli:

  1. Ég dáist endalaust af þér í ræktinni Sigga mín :-)

    SvaraEyða