mánudagur, 9. apríl 2012

Páskar á Suðureyri 2012

Páskafríið langt komið og erum við búin að vera í góðu yfirlæti á Suðureyri síðan á miðvikudag, en þann dag tókum við í að rúnta í sveitina c.a. 5 tímar. Rigningarsuddi mest allan tímann, en samt alveg hægt að vera úti með drengina að leika. Ferming hjá Daníeli Viðari í gær og var það mjög flott og strákurinn mjög flottur. Veðrið var farið að versna í gærkvöld, farið að snjóa og svoldið hvasst. Þegar við vöknuðum svo í morgun leist okkur nú ekki alveg á blikuna, héldum að við hefðum lent á annarri plánetu, allt hvítt og sæmilegir skaflar höfðu myndast hér og hvar. Öllum var því skellt í morgunmat, dótinu hent út í bíl og brunað af stað um kl. 9:30. Mér leist nú ekki alveg á byrjunina, en það var alveg blint og snjór á veginum inn Súgandafjörðinn - það var gott að komast í göngin :-) Færð og veður var svo þokkalegt fram að Steingrímsfjarðarheiði þó ferðahraðinn væri ekki gríðarlegur hjá okkur. Það virtust ekki margir hafa farið heiðina þegar við fórum hana, en skyggnið var ekkert á tímabilum, en annars mjög lítið, allt hafðist þetta og var ákveðið að hafa matarstopp í Búðardal, enda flestir farnir að halda verulega í sér :-/ Það virðist eitthvað hafa gengið meira á á eftir okkur því við fréttum það í Búðardal að slatti af bílum hefðu farið útaf og einhverjir fest sig (í eina skaflinum á heiðinni). Við vorum því nokkuð fegin því að hafa farið af stað á undan öllum öðrum - held að við höfum ekki mætt einum einast bíl á heiðinni sjálfri. Þegar við keyrðum svo út Dalina og yfir Bröttubrekku var eins og við værum komin í annað land, þvílík voru veðurskiptin. Úr blindhríð yfir í glampandi sól og græn tún.
Ferðin tók okkur aðeins rúma 7 klukkutíma með c.a hálftíma stoppi í Búðardal  - það er allavega gott að vera komin heim.
Frábær páskahelgi að baki og gaman að skella sér á Suðureyri, enda vel gert við mann.
Elsku Jóhanna, Elli, Daníel og Aron Kári kærar þakkir fyrir okkur.

Ræktin:
Mánudagur 2.apríl Tabata 60 mín.
Þriðjudagur 3. apríl Hot Balance 60 mín.
Miðvikudagur 4. apríl TNT 60 mín.
Fimmtudagur 5. apríl Fitness box á Suðureyri 50 mín.
Föstudagur 6. apríl 5km í sjávarilm á Suðureyri
Laugardagur 7. apríl frí
Sunnudagur 8. apríl frí

1 ummæli:

  1. Kærar þakkir fyrir samveruna, á eftir að sakna þín í næsta fitness box tíma :)

    SvaraEyða