..og takk fyrir veturinn. Hóf sumardaginn fyrsta á morgunskokki um Elliðaárdalinn í aldeilis fallegu og björtu veðri. Svo lá leið mín út á leikskóla þar sem sumarhátíð foreldrafélagsins var haldin. Við fengum Krakkahesta til að koma og teyma undir börnunum og vakti það mikla lukku. Daði Steinn og Logi Snær fóru sitt hvora ferðina, Logi á Tígul og Daði á Mola. Svo voru grillaðar pylsur ofan í mannskapinn áður en haldið var heim.
Davíð fór með eldri drengina tvo á tónleika í Hörpunni eftir kaffi, en við Daði lögðum okkur aðeins áður en við héldum út í góða veðrið og skemmtum okkur vel í tvo klukkutíma við leik - þá var ég búin að fá nóg og vildi fara inn, annað en sumir :-/
S.s. góð byrjun á vonandi góðu sumri.
Ræktin:
Mánudagur 16. apríl Tabata 60 mín, hlaup úti ca 5km og kraftganga í 60 mín.
Þriðjudagur 17. apríl frí
miðvikudagur 18. apríl TNT 60 mín
fimmtudagur 19 apríl 8.4 km á 49 mín. úti
föstudagur 20. apríl Tabata 60mín.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli