mánudagur, 6. febrúar 2012

Vitnisburður

Allir flottu strákarnir mínir fengu vitnisburð í síðustu viku. Daði Steinn fór í 2 1/2 árs skoðun á heilsugæslunni og fékk 10 í einkunn (að vísu í ferð tvö - hann var ekki samvinnufús í fyrstu ferð, og ekki eins vel tekið á móti honum þá). Logi Snær fékk mjög gott í öllu og A í skólafærni - fengi samt ekki A í heimafærni þessa dagana, er eitthvað í valdabaráttu við yngri bróðir sinn. Ísak Máni skilaði meðaleinkuninni 9,2 út úr miðsvetrarprófunum og er það alveg glæsilegt hjá honum, eins og hinum tveimur. Ég er ótrúlega stolt af þessum flottu strákum mínum.

Ræktin:
Föstudagur 3.feb. Tabatatími.
Laugard. 4.feb. Jóga
Sunnud. 5.feb. 9,2 km úti á 55 mín.
mánud. 6.feb. Tabatatími.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli