þriðjudagur, 31. janúar 2012

Myndablogg

Loksins koma hér nokkrar myndir af fallegu og duglegu drengjunum mínum. Ekki er ég þó enn búin að ná öllum snjómyndunum úr símanum mínum, en ef einhver hefur þekkingu á því hvernig maður getur á einfaldan hátt fært myndir úr samsung galaxy síma inn í mac tölvu þá væri vel þegið að fá upplýsingar um það. Legg það ekki á Davíð aftur að fara í gegn um það ferli sem hann fór í gegn um til að koma þeim inn síðast.
Þungt og mikið blogg, myndirnar eitthvað búnar að vera að stríða mér. Þær eru lýsandi fyrir heimilishaldið hérna - körfubolti, tölvunotkun og líf og fjör þegar menn eiga að fara að sofa. Svo fylgdi þarna ein mynd úr snjókomunni um daginn.

Ræktin:
Miðvikudagur 25. jan. Body pump
föstudagur 27. jan. Tabata/bjöllur
sunnudagur 29. jan. 7 km á 42 mín og 3/4 body pump tími.

2 ummæli: