sunnudagur, 26. febrúar 2012

Flenskuskítur og frábært boð!

Hérna hefur flensan hafið innreið sína. Hor, hósti, hálsbólga og hiti. Ísak Máni var orðinn slappur á sunnudag fyrir viku er búinn að vera rúmliggjandi síðan, fékk þó aðeins að fara í smá bíltúr með pabba sínum áðan, enda orðinn hitalaus. Daði Steinn var svo kominn með hita á þriðjudag og er búinn að vera funheitur síðan - fyrsti dagurinn í dag sem hann fer undir 38 stig. Hann er hins vegar með asmapúst og því hefur hóstinn hans ekki orðið eins harður og hjá Ísaki.  Við hin þrjú erum þokkaleg og vonandi verðum við það áfram.
Á föstudagskvöld bauð Dagmar mér og Eygló í mat og sýningu í Hússtjórnarskólanum þar sem hún stundar nám. Skemmst frá því að segja að þarna var borinn á borð dýrindis matur - eiginlega bara sjúklega góður og frábært að sjá hvað stúlkurnar þarna eru svo að gera flotta hluti í höndunum - Takk fyrir mig Dagmar.

Ræktin:
Mánudagur 20.feb: Tabata 60 mín
þriðjudagur 21.feb : Spinning 60 mín
miðvikudagur 22.feb : TNT 60 mín
fimmtudagur 23. feb: Spinning 60 mín
Föstudagur 24. feb: Tabata 60 mín
sunnudagur 26. feb: Hot asthanga yoga 60 mín.

2 ummæli:

  1. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

    SvaraEyða
  2. Vonandi eru allir fjölskyldumeðlimir orðnir hressir :-)
    Ég vildi óska að ég hefði komist með ykkur Eygló á sýninguna í Húsó á föstudaginn, heyrði að þetta hefði verið meiri háttar.

    SvaraEyða