mánudagur, 20. febrúar 2012

8 ára

Jebbs, það eru átta ár síðan Logi Snær fæddist í þennan heim.
Í gær var konudags - bollu - afmæliskaffi í Eyjabakkanum.
Í dag var hins vegar mikið fjör í Ævintýragarðinum þegar 14 7-8 ára strákar mættu í sameiginlegt afmæli Loga Snæs og Ingvars bekkjarbróður hans. Mikið hlaupið, hoppað og hamast nánast stanslaust frá kl. 16 til 18 með smá matarhléi sem varði í kanski 15 mínútur. Algjör snilld, sérstaklega þegar tveir taka sig saman. Ég myndi allavega ekki vilja fá þessa 14 heim til mín í tvo tíma. Nokkrar myndir fylgja svo hérna frá deginum í dag. Daði Steinn fékk að fara með, en Ísak Máni lá heima með hita.
Mis gáfulegt lið - en allir komu heilir út úr þessu (eða allavega eins heilir og þeir voru fyrir he, he.) - sem var fyrir mestu og afmælisbarnið sátt með lífið og tilveruna.

1 ummæli: