laugardagur, 3. mars 2012

Gullkorn

Við Daði Steinn skruppum í Mosó í gær til að sækja Loga. Daði Steinn fann sér púsl til að púsla og sat við hlið ömmu sinnar, hún fór eitthvað að fíflast í honum og segja að bitarnir væru ekki á réttum stað þó þeir væru þar. Daði Steinn var ekki alveg sáttur við þetta og stóð upp frá borðinu og fór. Næsta sem ég sé er að hann er að reyna að komast inn í svefnherbergi ömmu sinnar og afa svo ég segi honum að hann eigi nú ekki að fara þarna inn, hann mótmælir og segir að hann verði að fara þarna - hann þurfi að ná í gleraugu fyrir ömmu sína :-) Hann s.s. lagði saman tvo og tvo - fyrst hún gat ekki séð að hann væri að gera rétt þá yrði hún bara að setja upp gleraugun sín.  Hann er nú óttalegur snillingur þessi elska - eins og bræður hans.
Körfuboltaprógram þessa helgi hjá Loga Snæ og næstu helgi hjá Ísaki Mána - alltaf nóg að gera.

Ræktin:
mánudagur 27.feb. Tabata 60 mín.
þriðjudagur 28. feb. Spinning 60 mín.
miðvikudagur 29. feb. TNT 60 mín.
fimmtudagur 1.mars Spinning 60 mín.
föstudagur 2. mars Tabata 60 mín.
laugardagur 3.mars Íþróttahús Breiðholtsskóla 60 mín. allt mögulegt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli