sumarfrí!
Skólinn alveg að klárast, bara tveir starfsdagar eftir. Hlakka til, alltaf gott að komast í frí, en alltaf gott að koma aftur í vinnu að hausti.
Lítið gerst hjá okkur undanfarið annað en vinnan. Ísak Máni er að fara í Háskóla unga fólksins á morgun og verður þar alla vikuna, hann byrjaði líka í Boot camp í síðustu viku og æfir þar tvisvar í viku á móti körfuboltanum. Logi Snær byrjar á ævintýranámskeiði hjá Boot camp á morgun og er orðinn spenntur að prufa eitthvað nýtt. Frábær þjálfari sem er með þá báða, hress og skemmtileg að sögn Ísaks.
Ég hef verið með einhvern skít í mér alla vikuna, en er nú farin að eta ofnæmistöflur sem slá eitthvað á þetta - en er ekki alveg sátt. Skellti mér samt á Esjuna í morgun og rúllaði henni upp á 55 mín. og var ég mjög sátt, skokkaði svo alla leið niður og það tók mig svona 20 mín. Annar hefur ræktin alveg setið á hakanum síðan á mánudag, en þá tók ég einn Tabata tíma.
Set hér inn eina mynd af íþróttaálfinum mínum síðan í sveitaferðinni. Daði Steinn er heltekinn af íþróttaálfinum þessa dagana. Hann æfir hin ýmsu hopp og æfingar á gólfinu hérna á milli þess sem hann biður okkur um að fá að horfa á Lazy town á youtube.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli