þriðjudagur, 20. mars 2012

Ræktin og annað

Er eitthvað að rugla kerfinu núna að blogga einu sinni í viku og þar með hreyfingarskráningunni minni.
Svosem lítið að frétta hérna, Davíð skrapp í vinnuferð í síðustu viku í tvo daga. Loga Snæ tókst að fá heiftarlegann hálsríg á miðvikudaginn, mamman var samt svo grimm að hún dröslaði honum í skólann, kom honum þó ekki í sinn bekk, heldur var hann hjá mér á meðan ég var að undirbúa (kenni ekki tvo fyrstu tímana á miðvikudögum). Þetta var hins vegar ekki að ganga og mamman varð að trúa því að þetta væri alvöru og varð að fara með kauða heim. Honum var svo bara gefin verkjalyf og settir á hann heitir bakstrar. Þetta tók nokkra daga að linast upp en hann var orðinn góður um helgina.
Næstu helgar eru pakkaðar af dagskrá, páskabingó í leikskólanum, árshátíð og skírn um næstu helgi. Körfubolti og tvöfalt afmæli hina helgina og svo skella páskarnir á eftir það og þá er ferðinni heitið á Suðureyri. Meira um það síðar.

Ræktin:
Sunnudagur 11.mars 3x1000 m sprettir á 12,5 + 2 sett af maga, armb. og planka
Mánudagur 12. mars Tabata 60 mín. + 70 mín kraftganga í Elliðaárdalnum
Þriðjudagur 13. mars Frí
Miðvikudagur 14. mars Frí
Fimmtudagur 15. mars 3x1000 m sprettir á 12,5 + 2 sett af maga, armb. og planka
Föstudagur 16. mars Tabata
Laugardagur 17. mars 90 mín í íþróttahúsinu í Breiðholtsskóla (Ýmsar æfingar)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli