laugardagur, 10. mars 2012

Körfuboltahelgi

Þessi helgi eins og sú síðast lituð af körfuboltamóti.
Síðustu helgi var Logi Snær að keppa á Nettómótinu í Keflavík, einn leik á laugardeginum og þrjá á sunnudeginum. Hann stóð sig alveg glimrandi vel og hefur sýnt miklar framfarir í vetur. Náði á videó í símanum mínum ágætis sókn hjá Loga Snæ sem endaði að sjálfsögðu með körfu.

Ísak Máni var svo að keppa með 8. flokk í dag, átti að spila þrjá leiki en þar sem Höttur komst ekki frá Egilsstöðum urðu þeir bara tveir, á móti Ármanni og Hrunamönnum. Sigur í báðum leikjunum og átti Ísak Máni mjög flotta leiki og fékk að spila mikið, en ég hef ekki séð hann spila með 8. flokk áður - alltaf verið einhvers staðar á landsbyggðinni og Davíð séð um það. Vorum ekki með myndavél með okkur og ég fattaði ekki að taka upp á símann. Það verður bara gert næst, en eftir þrjár vikur spila þeir loka túrneringuna í 7. flokk og þá eru þeir einfaldlega að spila um Íslandsmeistaratitilinn. Það er til mikils að vinna því Davíð ætlar að bjóða öllu liðinu á Nings ef þeir landa titlinum.

Ræktin:
Mánudagur 5.mars Tabata 60 mín.
Þriðjudagur 6.mars Spinning 60 mín.
Miðvikudagur 7.mars TNT 60 mín.
Fimmtudagur 8.mars Powerade hlaup 10 km á 60:37 - nokkurra sekúndna bæting :-)
Föstudagur 9.mars Tabata 60 mín.

2 ummæli:

  1. Flottir strákar sem þú átt og þú ert alltaf sami dugnaðar forkurinn. Ég tek powerade hlaupin með þér næsta vetur :-)
    Kveðja, Inga

    SvaraEyða
  2. Það eru alltaf sumar poweradehlaupin, fyrsta verður 19. apríl og er bara 5km.

    SvaraEyða