Hérna er bara allt gott að frétta. Snjórinn búinn að vera að hrella borgarbúa undanfarna daga áður en rigningin og hálkan fór að hrella þá. Logi Snær og Ísak Máni þurftu að sleppa fimleikaæfingu og píanótíma á þriðjudaginn þar sem ég ákvað að fara ekki út í öngþveitið á götum borgarinnar. Annars er nú ekki oft í boði að sleppa tímum.
Á mánudagskvöld eignuðumst við lítinn frænda þegar Guðrún fæddi rúmlega 16 marka drengl
Annars snýst lífið mest um vinnuna, tómstundir og ræktina. Ég guggnaði hins vegar á að fara í Powerade hlaupið á fimmtudag, var ekki alveg viss með færðina, en bætti úr því með hlaupi á söndugum klaka í dag - ótrúleg andleg lækning að komast ÚT að hlaupa.
Ætlaði að henda inn nokkrum myndum af drengjunum, en eitthvað er það að vefjast fyrir mér að koma myndunum úr nýja fína símanum inn á tölvuna - það hlýtur að koma með tíð og tíma.
þangað til næst....
Ræktin:
Sunnudagur 8.jan. 8.2km á 48 mín. á brettinu.
Mánudagur 9.jan. Tabata/bjöllur
Miðvikudagur 11.jan Body pump
Föstudagur 13.jan. Tabata/bjöllu
Laugardagur 14.jan. 10 km á 65 mín.
Ég dáist að dugnaðinum í þér í ræktinni Sigga mín
SvaraEyða... og ég hlakka til að sjá myndir af drengjunum
SvaraEyðaog án þess að minnst á sunnudagasteikina á laugardaginn.. það var geðveikt, allt flott sem þú gerir Sigga mín :)))
SvaraEyðaMaður reynir sitt besta. Ákveðið aðhald að slengja þessu hérna á netið hvað maður gerir, fyrir utan það að geta skoðað síðar meir hvað maður var duglegur.
SvaraEyðaHvaða síma?
SvaraEyða