na, na, nanana. Sit hér heima dauðþreytt eftir grillveislu kvöldsins. Skelltum okkur upp í Guðmundarlund með 10 vini hans Ísaks Mána og eitthvað af nánustu ættingjum til þess að halda upp á 13 ára afmælið hans Ísaks. Var í glimrandi veðri í Húsdýragarðinum fyrir hádegi, en eftir hádegi fór að rigna og maður trúði því að þetta væri bara skúr....skúrin entist hins vegar til átta í kvöld, en þá stytti upp og sólin fór að glitta í gegn. Held samt að allir hafi skemmt sér vel og farið sáttir en blautir heim. Ísak Máni var vel sáttur með afmælið sitt og það er fyrir mestu.
Ég er búin að skrá mig í Snæfellsjökulshlaupið um næstu helgi, en eina markmiðið hjá mér er að komast í mark, enda eru þetta litlir 22 km, en ég er búin að æfa stíft á Esjunni undanfarið. Hlaupið er frá Arnarstapa yfir jökulhálsinn og niður í Ólafsvík.
Ræktin:
Sunnudagur 24. júní Esjan á 52 mín.
Þriðjudagur 26. júní Esjan á 50 mín. Góður göngutúr í Elliðaárdalnum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli