mánudagur, 18. júní 2012

Sumarfrí

Þá er maður kominn í sumarfrí! Fyrsta daginn í sumarfríi var maður nú bara heima með veikt barn, en Logi Snær fékk einhverja magakveisu, en sem betur fer smitaðist enginn annar á heimilinu af þessu.
Logi Snær hefur svo stundað skemmtilega leiki og útivist á ævintýranámskeiði Boot camp undanfarið og hefur mikið gaman af. Ísak Máni útskrifaðist úr Háskóla unga fólksins á föstudag og er strax búinn að ákveða að halda áfram í Háskólanum á næsta ári. Daði Steinn heldur bara sinni rútínu á leikskólanum enn sem komið er.
Við skelltum okkur í Grundarfjörð á föstudag og vorum þar alla helgina, enduðum heimsóknina á glæsilegu útskriftarboði Jóhönnu á hótelinu þar sem hún bauð upp á ljúffenga þriggja rétta máltíð - flott það. Við vorum svo að skríða í bælið í Eyjabakkanum um hálf 2 í nótt. En mikið var samt gott að vakna í sínu eigin bæli í morgun.

Ræktin:
Fimmtudagur 14. júní  Esjan ásamt pabba.
Laugardagur 16. júní Kvennahlup ÍSÍ 4.5 km
sunnudagur 17. júní Grundarhlaupið 2,8 km
Mánudagur 18. júní Esjan ásamt pabba.
Þriðjudagur 19. júní Esjan 55 mín.
Fimmtudagur 21 júní Esjan 53 mín. + niður að brú og upp aftur.
Föstudagur 22. júní 9,3 km skokk á 55 mín.

Dásamlegt að æfa svona úti, en spurning um að reyna að skella sér eitthvað í ræktina til að halda við efri partinum.

1 ummæli: