mánudagur, 29. febrúar 2016

Hlaupandi febrúar

Þá er þessi langi febrúar senn á enda, hefðbundinn með körfubolta og afmælisveislu. Logi Snær varð 12 ára 20. febrúar, en afmælisdeginum eyddi hann í KR heimilinu í körfubolta.
Ísak Máni fékk æfingaleyfi í körfunni í byrjun mánaðar og fór svo í aðgerð til að taka teinana úr fætinum 26. febrúar. Núna er allt á uppleið og um leið og hann treystir sér til að taka þátt í æfingum aftur þá má hann það og þegar þetta er ritað þremur dögum eftir aðgerð þá er hann búinn að skella sér á skotæfingu í Seljaskóla.
Daði Steinn sparkar í tuðru í hvaða veðrum sem er og líkar það vel. Hann er nú farinn að fá vini í heimsókn eftir skóla og líkar alltaf betur og betur við allt sem tengist Seljahverfinu.
Ég held áfram að synda og hef lokið við 13,6 km í febrúar og er farin að synda 40 ferðir eða 1km án þess að stoppa.
 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli