miðvikudagur, 13. apríl 2016

Síðbúin marsfærsla

Úff, kominn miður apríl og ég átti að vera löngu búin með mars færsluna - og nú man ég ekki hvað ég gerði í mars.

Held að ég hafi farið í sund, meira í sund og meira í sund. Ég fór líka fyrstu ferð á Úlfarsfell á þessu ári.
Ísak Máni fór í keppnisferð á Scania cup í Svíþjóð um páskana og með honum í för voru Davíð  og Logi Snær. Allt gekk þetta vel og allir voru sáttir með ferðina enda komu Ísak og félagar heim með brons sem þykir bara nokkuð gott.

Við Daði Steinn eyddum páskunum í Kögurselinu - kappinn varð 7 ára og kellan dundaði sér við að mála risið hjá Ísaki og skellti svo einum Lebron James á kantinn.
 

Flensan kíkti í heimsókn hjá flestum og eru sumir enn að berjast við hana.
Annars er lífið bara körfubolti og fótbolti og ekkert hægt að hafa það betra ;-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli