þriðjudagur, 2. febrúar 2016

Lífið er sund

Ég setti mér markmið um að ná að synda 100 km á árinu. Nú er fyrsti mánuðurinn liðinn og synti ég rúma 13 km í janúar. Ég er nokkuð ánægð með það og alltaf varð hin frábæra Breiðholtslaug fyrir valinu. Stundum læt ég hina í sundi pirra mig, einfaldlega af því þeir hefta för mína og stundum fæ ég braut alveg útaf fyrir mig og næ að slaka á og njóta lífsins í botn.

Fyrsti vitnisburðardagurinn hjá Daða Steini var í janúar og stendur hann sig afbragðs vel í alla staði. Hann les 232 atkvæði á mínútu, rúllar upp stærðfræðinni og er með límheila, en hann virðist muna nánast allt sem sagt er við hann. Hann er líka einstaklega passasamur á alla sína hluti og föt - sem betur fer.
Logi Snær fékk líka sinn vitnisburð og stendur sig glimrandi vel líka, les tæp 400 atkvæði á mínútu og stendur sig almennt vel í stærðfræði og íslensku ásamt öðru sem hann gerir.
Ísak Máni heldur sínu striki í Kvennó, vinnur í Hagkaup öðru hverju og er farinn að þjálfa bæði stelpur og stráka í körfuboltanum. Það styttist svo vonandi í að hann geti sjálfur farið að stunda körfuna á fullu, en núna er hann í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfara.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli