laugardagur, 13. október 2012

Nóg að gera...

Já alltaf nóg að gera á þessum bæ. Daði Steinn var í hálskirtlatöku í gær. Davíð sá um þetta í þetta sinn, já á þessu heimili er jöfn verkaskipting ég sá um nefkirtlana og Davíð hálskirtlana. Allt gekk þetta eins og það átti að gera - Daði vildi ekki fara í spítalafötin og orgaði heil ósköp (eins og síðast) áður en hann var svo svæfður.  Hann var nú frekar sjúskaður þegar ég kom heim um hálf fjögur en varð ferskari með hverri klukkustund og fannst honum t.d. ómögulegt að geta ekki fengið einhvern vin sinn til að leika við sig. Í dag var svo ekki annað hægt en að leyfa honum að gera eitthvað og því skelltum við okkur í bíó með Heklu Björk og Ingu og sáum (aftur) Madagaskar 3. Hekla Björk kom svo og lék við Daða á meðan Inga skellti sér í búðir - held að þetta hafi bjargað geðheilsu okkar mæðgina alveg. Veit ekki hvernig við verðum orðin eftir viku :-/ Logi Snær var hjá Óðni vini sínum og Ísak Máni var að keppa í körfu í dag og svo aftur á morgun og Davíð fylgdi með.
Það er brjálað að gera í vinnunni hjá okkur báðum, Davíð að klára eitthvað dæmi áður en hann fer í vinnuferð til útlanda bráðum og ég að reyna að vinna mig í gegnum undirbúninginn sem fylgir Byrjendalæsinu (ný nálgun í lestrarkennslu) sem við vorum að byrja á í Breiðholtsskóla. En allt hefst þetta með góðri skipulagningu. Það verður svo aldeilis gott að fá langa helgi næst því þá er vetrarfrí í skólanum. Ég hef verið eitthvað misgóð í kroppnum undanfarið, sennilega eitthvað uppsafnað eftir smalamennskur, berjatínslu, kartöfluupptöku o. fl. af þeim sökum hefur ræktin eitthvað setið á hakanum og 2 nuddtímar teknir í staðinn - en allt er þetta að koma til baka og hlaupin komin af stað.

Ræktin:
11. okt. 1. Powerade vetrarhlaupið 10km. á 57:30 - hrikalega sátt:-)
13. okt. 5 km. á 29 mín. (Seljahringurinn)
17. okt 5,8 km á 33 mín. í Elliðaárdalnum - neðri hringur.
20. okt 10 km á 63 mín í hálku og kulda í Elliðaárdalnum

1 ummæli: