Jebb, alveg öfugt við síðast. Nú er maður búinn að sleppa sér á fjöllum á eftir rolluskjátum. Fór s.s. síðustu helgi í Baulumýri og skildi alla kallana mína eftir heima, aðalmarkmiðið var að fara að smala og það tókst. Fór á Hamraendafjallið á laugardeginum og svo á Staðarsveitarfjallið á sunnudaginn og gekk þar langleiðina upp að Helgrindum áður en maður smalaði síðan vestur fjallið. Dásamlegt veður og flottur félagsskapur fyrir utan nokkrar óþekkar rollur auðvitað. Kroppurinn var góður og skilaði mér heim með engar harðsperrur - annað en hjá sumum - nefni engin nöfn hér! Svo er bara að sjá hvort maður haldi áfram að smala næstu helgar.
Ræktin:
laugardagur 22. sept. 5 klst. smalamennska
sunnudagur 23. sept. 7 klst. smalamennska
mánudagur 24. sept. 1,5 klst kraftganga
miðvikudagur 26. sept. 5,5 km og 3x brekkusprettir á 46 mín. (með Ísaki)
Laugardagur 29. sept. c.a 12 tíma smalamennska á fjöllum.
sunnudagur 30. sept. c.a. 5 tíma smalamennska
mánudagur 1. okt. 1,5 klst. kraftganga
miðvikudagur 3. okt. 5km á 30 mín. + 2x brekkusprettir (með Ísaki)
Já lífið er dásamlegt og kroppurinn er allur að koma til, verð orðin góð um helgina :)
SvaraEyða