sunnudagur, 28. október 2012

Grasekkjulíf!

Já þetta er nú búið að vera meira grasekkjulífið síðustu vikurnar. Daði Steinn fór í hálskirtlatöku og var heima í ellefu daga eftir það, var þó orðinn nokkuð góður eftir svona átta daga - ég var hins vegar búin að gefa honum frí í leikskólanum og eins voru hinir strákarnir og ég í vetrarfríi. Davíð fór til Parísar eldsnemma á sunnudagsmorgun og skilaði sér heim seint á miðvikudag og auðvitað tókst einum að fá ælupest á meðan mér til lítillar skemmtunar. Ekki stoppaði Davíð lengi heima því í gær var hann farinn á Hvammstanga með Ísak og hans félaga í körfunni. Þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu riðilinn sinn í 9.flokki (eru s.s. að spila bæði með 8. og 9. flokk). Þeir eru nú samt hálf sloj hérna í sófanum að glápa á fótbolta. Nú er spurning hvort næstu dagar verði venjulegir og rútínan eins og hún á að vera.
Ég byrjaði að hlaupa með skokkhóp ÍR á fimmtudag og líst bara vel á þetta, fullt af skemmtilegu fólki og stemmningin góð - búin að segja upp kortinu í Reebokfitness og ætla að kýla á skokkið í vetur.

Ræktin:
fimmtudagur 25.okt. 5,8 km með laaaaaangri brekku í kópavoginum.
laugardagur 27. okt. 5 km Seljahringur
þriðjudagur 30. okt. 7 km. á 35 mín.
fimmtudagur 1. nóv. 9,1 km á 52 mín.
sunnudagur 4. nóv. 11 km á rólegu tempói með Ingu systur!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli