sunnudagur, 11. nóvember 2012

Lífið er körfubolti

Þessa dagana er lífið körfubolti. Síðustu þrjár helgar hafa snúist um körfubolta. Fyrst Ísak Máni að keppa með 9.flokk á Hvammstanga og Davíð fararstjóri með. Svo Logi Snær að keppa í Grafarvogi og Davíð liðsstjóri með liðinu hans Loga Snæs.  Svo var Ísak Máni að keppa í Borgarnesi með 8. flokk núna um helgina og fór Davíð fyrri daginn og ég seinni daginn. Ekki gekk nú nógu vel þessa helgina því allir leikir töpuðust og þeir féllu niður í B riðil, en þá er bara að koma sér upp í A riðil aftur næst - þar eiga þeir heima!
Ég er að rembast við að skokka á fullu og gengur það bara nokkuð vel nema á laugardögum því þá er alltaf einhver körfubolti að þvælast fyrir mér. Ef það er ekki einhver að keppa þá er leikur í Seljaskóla og Ísak Máni þarf að vinna þar.
Annars er bara alltaf meira en nóg að gera á öllum vígstöðvum.

Ræktin:
Þriðjudagur 6. nóv. 7.5 km skógarleiðangur í Elliðaárdalnum (35-40 mín ca)
Fimmtudagur 8. nóv. 10 km Poweradehlaup á 55:56 mín. Personal best - vííí
Mánudagur 12. nóv. 7,5-8 km kraftganga.
þriðjudagur 13. nóv. 8,9 km á 55 mín.
Fimmtudagur 15.nóv. 9.1km á 55 mín.
Laugardagur 17. nóv. 12,5 km á 80 mín.
þriðjudagur 20. nóv. 7,5 km (ca) með geðveiku brekku og tröppuhlaupi, á um 40 mín.
fimmtudagur 22. nóv. - Skautaferð
laugardagur 24.nóv. - veik
þriðjudagur 27. nóv. - veik
Fimmtudagur 29. nóv. 9,3 kma á ca. 56 mín.
þriðjudagur 4.des. 7,5 km.
fimmtudagur 6.des. 8 km á 47 mín.
laugardagur 8. des. 12.5 km á ca 80 mín
þriðjudagur 11. des 6,9 km
fimmtudagur 13.des 10 km Powerade hlaup á 55:30  mín. Personal best aftur!
Laugardagur 15.des 12,5 km á ca 76 mín

1 ummæli: