fimmtudagur, 20. september 2012

Eymd og volæði!

Það er ekki mikið búið að heyrast frá manni undanfarið - eða öllu heldur sjást eftir mig hér á blogginu. Hef bara ekki nennt að skrifa neitt. Er búin að vera hálfónýt í kroppnum síðustu tvær vikurnar eða svo. Er mjög stíf í öllum vöðvum hægra megin - líklega eftir að taka upp kartöflur:-/
Hef þess vegna ekki verið að stunda líkamsræktina mína, sem er frekar fúlt, því í andlega erfiðu starfi er nauðsynlegt að fá líkamlega útrás og ekki getur maður fengið líkamlega útrás á nemendum sínum því þá væri maður ekki enn í þessu andlega erfiða starfi :-) Annars gengur vinnan nú bara fínt, bara mikið að gera enda er maður kominn með allskonar titla - formaður og leiðtogi t.d.
Annars gengur lífið bara sinn vanagang hérna á heimilinu, Ísak Máni er á fullu í félagslífinu, körfuboltanum og píanóinu, svo sækir hann messur eins og enginn sé morgundagurinn, Logi Snær er á fullu í félagslífinu, körfuboltanum og fimleikunum og Daði Steinn er á fullu í leikskólanum - hann fær ekki að fara í neitt af því það er enginn tími fyrir það þar sem allt fyrir hann er um helgar - enda nógur tími framundan fyrir hann.

Ræktin:
miðvikudagur 19. sept. 3km á bretti á 16 mín.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli