Langt síðan maður nennti að setjast niður og blogga!
Vinnan byrjuð á fullum krafti og nemendur mínir mæta í kennslu á mánudag - verður spennandi að sjá hvernig foreldrum gengur að skilja þá við sig - en ég er að taka við 6 ára nemendum að hefja sína skólagöngu. Fékk alla í viðtöl í síðustu viku, en nú hefst s.s. alvaran á fullu.
Reykjavíkurmaraþonið (10 km) var á sínum stað 18. ágúst í dásamlegu veðri með nýmalbikuðum götum sem gerði það að verkum að það var varla hægt að anda á meðan maður hljóp þá kafla. Ég var samt sem áður mjög sátt við tímann minn 55:40 en eina markmiðið var að vera á undir 60 og líða vel eftir hlaupið.
Eftir sturtu og góðan hádegisverð brunaði ég svo í Baulumýri ásamt Daða Steini, Ingu og Heklu Björk, en Logi Snær hafði verið þar í vist alla vikuna hjá ömmu sinni, afa sínum og Hafrúnu Höllu. Þau skemmtu sér mikið og vel við leik og ýmsar ferðir. Við náðum að týna slatta af berjum og taka upp gulrætur til að taka með heim. Einhverjar myndir voru teknar þarna en ég hef ekki enn komið þeim í tölvuna svo þær koma bara seinna.
Daði Steinn byrjaði á Ugludeild núna í ágúst, en þar eru 3 - 5 ára börn, hann er alsæll með þetta enda í góðum höndum þarna. Ísak Máni byrjaði í unglingadeild og er kátur og glaður með það. Logi Snær er kominn í 3. bekk og líkar vel.
Ræktin:
laugardagur 18. ágúst 10 km á 55:40 mín.
Mánudagur 20. ágúst 1,5 klst kraftganga í Elliðaárdalnum
Þriðjudagur 21. ágúst 1,5 klst kraftganga í Elliðaárdalnum
Föstudagur 24. ágúst Tabata 55 mín.
Laugardagur 25.ágúst Esjan á 63 mín. P/G/M
Mánudagur 27. ágúst Tabata 60 mín
Miðvikudagur 29. ágúst Tabata 60 mín
Föstudagur 31. ágúst Tabata 60 mín.
Miðvikudagur 5. sept. Tabata 60 mín.
Föstudagur 7. sept. Tabata 60 mín.
Laugardagur 8. sept. 7,5 km á 40-45 mín.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli