miðvikudagur, 8. ágúst 2012

Baulumýri og fl.

Síðustu dagar sumarfrísins að renna sitt skeið, búið að vera alveg dásamlegt sumar. Fórum fyrir viku síðan í Baulumýri og áttum góða fimm daga þar. Ég týndi mikið af aðalbláberjum og nú á ég dágóðar byrgðir til að nota út á hafragrautinn á morgnanna. Þó ég eyddi nokkrum klukkutímum á dag í berjatínslu þá var ýmislegt annað brallað líka. Við fórum niður á fjöru og drengirnir sulluðu í sjónum og ósnum í blíðskapar veðri:




Trampolínið var mikið notað ásamt körfunni á pallinum. Ísak Máni og Logi Snær hoppuðu í Hamraendalækinn og léku sér í læknum. Ég náði strákunum einu sinni með mér upp í hlíð í berjamó og svo tókum við túristarúnt út á Arnarstapa og Hellnar. Ég, Ísak og Logi tókum þetta svo alla leið og röltum frá Hellnum yfir á Arnarstapa og strákarnir voru heillaðir af ströndinni:




Eftir sumarbústaðaferðina höfum við dundað okkur hérna heima, farið í sund og leikið við Heklu Björk. Einnig fengum við gott fólk í grillmat í gær, enda ekki seinna vænna þar sem Gulla og Rúnar Atli flugu á vit Afríkunnar í dag. Lífið fer að komast í fastar skorður, en búið er að snúa sólarhringnum á réttan kjöl hjá Daða Steini en hann fer í leikskólann á morgun og Davíð í vinnuna. Ég mæti svo til vinnu á mánudag.

Ræktin:
Nokkrar ferðir upp í hlíð að tína ber og ein ferð á fjöruna.
5. ágúst Hressileg ganga upp langageirann.
6. ágúst Esjan á 62 mín. Steinar Ingi á bakinu stóran hluta leiðarinnar. (með pabba og Guðrúnu)
8. ágúst 7,4 km skemmtiskokk með Ingu á 55 mín.
9. ágúst Esjan á 50 mín. Kraftganga stóran hring í kring um Rauðavatn.
10. ágúst Esjan á 59 mín. með pabba og mamma fór með okkur upp að brú og rölti svo á eftir okkur upp að læk - þetta eru bara snillingar!
12. ágúst Esjan á 61 mín. með pabba + 10km skokk með Ingu og Guðrúnu á 73 mín.


2 ummæli:

  1. Rosalega er gönguleiðin sem þið fórum falleg :-)
    Takk fyrir fínan grillmat.

    SvaraEyða
  2. Gulla mín ég tek þig með næst þegar þú verðu á Íslandi að sumri til - þá kemurðu og verður í bústaðnum með okkur!

    SvaraEyða