Sést kanski ekki sérlega vel, en þetta er heimild! Allir skemmtu sér mjög vel, þó svo Logi Snær og Ísak Máni hafi nú ekki haft úthald í alla tónleikana sem voru frá 21:30 - að verða 24.
Fjölmenni var á Smiðjustígnum þessa helgina en Jóhanna og co komu og einnig Gulla og Rúnar Atli.
Logi Snær fór á fimleikanámskeið hjá Gerplu, horft var á fótboltaleik, fimleikasýningu og brekkusöng. Lilli klifurmús og Mikki refur komu í heimsókn á laugardaginn ásamt fleirum skemmtiatriðum á bryggjunni, einnig var landhelgisgæsluskipið Þór skoðað. Skrúðgöngurnar voru að vanda á laugardagskvöldinu, en Daði Steinn var ekki alveg að halda þær út svo ég fór með hann heim að sofa á meðan hinir skemmtu sér.
Ég skellti mér svo í berjamó á sunnudaginn, en hafði farið í berjaleiðangur á föstudeginum til að kanna aðstæður, sá leiðangur kom svona líka glimrandi vel út að ég tíndi upp undir 3 kg á rúmum klukkutíma, svona leit þetta út:
Dásamleg alveg........
Ræktin:
Tveir góðir berjagöngutúrar í Grundarfirði.
30. júli Esjan á 60 mín. með pabba og Guðrúnu.
31. júlí Esjan á 56 mín. með pabba - svo upp á topp á tæpum 20 mín. (allir tímar miðast við Stein)
Mín strax komin á Esjuna :-) Nægði ein ferð Sigga mín??? :-)
SvaraEyðaJá, var meira að segja frekar þreytt eftir hana :-) Helgin hlýtur að hafa verið svona erfið :-)
SvaraEyða