mánudagur, 30. júlí 2012

Á góðri stund...

.....í Grundarfirði var um helgina í blíðskaparveðri. Við vorum mætt í fjörðinn á miðvikudeginum. Eitthvað virðist vera farið að teygjast úr hátíðinni því byrjað var að skreyta á miðvikudeginum og svo voru frábærir tónleikar á fimmtudaginn með Helga Björns og reiðmönnum vindanna sem ég, Eygló, Ísak Máni, Logi Snær, pabbi og mamma skelltum okkur á, þar kom einnig fram karlakórinn Kári (ef ég man rétt) en það er sameiginlegur kór Grundfirðinga og Hólmara.

Sést kanski ekki sérlega vel, en þetta er heimild! Allir skemmtu sér mjög vel, þó svo Logi Snær og Ísak Máni hafi nú ekki haft úthald í alla tónleikana sem voru frá 21:30 - að verða 24.

Fjölmenni var á Smiðjustígnum þessa helgina en Jóhanna og co komu og einnig Gulla og Rúnar Atli.
Logi Snær fór á fimleikanámskeið hjá Gerplu, horft var á fótboltaleik, fimleikasýningu og brekkusöng. Lilli klifurmús og Mikki refur komu í heimsókn á laugardaginn ásamt fleirum skemmtiatriðum á bryggjunni, einnig var landhelgisgæsluskipið Þór skoðað. Skrúðgöngurnar voru að vanda á laugardagskvöldinu, en Daði Steinn var ekki alveg að halda þær út svo ég fór með hann heim að sofa á meðan hinir skemmtu sér.
Ég skellti mér svo í berjamó á sunnudaginn, en hafði farið í berjaleiðangur á föstudeginum til að kanna aðstæður, sá leiðangur kom svona líka glimrandi vel út að ég tíndi upp undir 3 kg á rúmum klukkutíma, svona leit þetta út:

Dásamleg alveg........

Ræktin:
Tveir góðir berjagöngutúrar í Grundarfirði.
30. júli Esjan á 60 mín. með pabba og Guðrúnu.
31. júlí Esjan á 56 mín. með pabba - svo upp á topp á tæpum 20 mín. (allir tímar miðast við Stein)
2 ummæli:

  1. Mín strax komin á Esjuna :-) Nægði ein ferð Sigga mín??? :-)

    SvaraEyða
  2. Já, var meira að segja frekar þreytt eftir hana :-) Helgin hlýtur að hafa verið svona erfið :-)

    SvaraEyða