sunnudagur, 22. júlí 2012

Útilega og fleira

Þá er útilegu sumarsins lokið, en hún var heldur stutt í annan endann vegna rigningar - get ekki sagt að það sé spennandi að vera í útilegu í rigningu! Útilegan var samt hin skemmtilegasta en ég nenni ekki að fara yfir hana hér, heldur vísa ég bara í síðuna hans Davíðs sem gerði þessu góð skil. Eftir heimkomu hef ég aðallega stundað Esjugöngu og sundferðir. Stefnan er svo sett á Grundarfjörð á Góða stund og reyna að komast eitthvað í Baulumýri í berjamó áður en maður fer að vinna aftur um miðjan ágúst. Annars er bara lítið af okkur að frétta, bara allir búnir að snúa sólarhringnum við og erum við Daði yfirleitt fyrst að fara í bælið á kvöldin.

Ræktin:
Sunnudagur 15. júlí 9,3 km á 56 mín.
fimmtudagur 19. júlí Esjan á 64 mín. með pabba og Ingu.
Föstudagur 20. júlí Esjan á 60 mín. með pabba og Guðrúnu.
Sunnudagur 22. júlí Esjan á 57 mín. með pabba.
mánudagur 23. júlí Esjan á 62 mín. með pabba, Ísaki Mána, Ara og Jennýju.
Þriðjudagur 24. júlí Esjan (upp að læk) í hífandi roki á 42 mín. með pabba, Guðrúnu og Ara.

1 ummæli:

  1. Dugleg ertu, ég er að reyna að vera svona dugleg líka :)

    SvaraEyða