mánudagur, 28. nóvember 2011

Jólaballið

Jæja þá koma hérna tvær myndir frá jólaskemmtuninni á laugardag.  Með þeim bræðrum á myndinni er hún Una Guðríður bekkjarsystir hans Loga.

 Sumir voru svo orðnir frekar lúnir í lokin og því gott að vera bara í mömmufangi.

Ég skellti mér í ræktina í gærmorgun. Flott stöð með sem minnstu tilstandi. Var þó frekar erfitt að hlaupa svona innandyra og hafa ekki ferska loftið og ég verð nú að segja að tíminn líður hraðar úti í náttúrunni heldur en á hlaupabrettinu. Komst einhverja 6 km og er stefnan sett á að reyna að komast aftur á morgun.

3 ummæli:

  1. Flott bindi, Logi Snær! Þarf að leita að einhverju svipuðu handa Rúnari Atla.

    SvaraEyða
  2. Hvað er eiginlega málið með sjö ára Wiiumstráka og sítt hár :-) Báðir að safna

    SvaraEyða
  3. Neibb, ekki Logi. Lokkarnir flugu af í dag.

    SvaraEyða