Tók ákvörðun áðan um að kaupa mér kort í líkamsrækt. Hef ekki átt kort á líkamsræktarstöð í einhver ár. Var mikið búin að velta því fyrir mér að fara í World Class sem er hérna tiltölulega nálægt - en var ekki alveg að tíma 7000 kalli í eitthvað sem ég væri kanski ekki alveg viss um - því var ákveðið að taka það ódýrasta og sem er heldur ekki svo langt frá. Nýja Reebok stöðin varð fyrir valinu og er stefnt á að taka prufu á þetta á morgun, og í stað þess að fara út að hlaupa í snjónum og kuldanum verður hlaupið á hlaupabretti í morgunsárið.
Það veitir heldur ekki af að hreyfa sig svoldið núna eftir allt sykurát síðustu daga. Byrjaði allt í afmæli hjá Hallsteini og Hafrúnu á miðvikudaginn - þvílíkar kaloríubombur sem maður gúffaði í sig þar. Í gærkvöldi var ég í jólahlaðborði í heimahúsi og voru engar smá kræsingar þar á borðum. Í dag var svo jólaball hjá Leikskólanum og nánast bara smákökur á boðstólnum þar og á morgun er svo afmæliskaffi hjá Guðrúnu sem varð 40 ára í dag.
Jólaballið var skemmtilegt, Daði Steinn var alveg til í að dansa með Loga Snæ í kring um jólatréð svona framan af, hann var heldur ekkert hræddur við sveinana sem voru ansi skemmtilegir í þetta sinn, hann fékk meira að segja að smakka skyr hjá honum Skyrgámi, sem hann hafði tekið með sér í stórri álfötu.
Einhverjar myndir voru teknar á jólaballinu, en þær eru ekki komnar inn í tölvuna svo þær koma bara inn síðar.
þangað til næst..........
Dugnaður í þér Sigga mín :-)
SvaraEyða