miðvikudagur, 23. nóvember 2011

Hlaupin mín

 Er búin að vera að taka mig á í hreyfingu undanfarið. Það kom til af því að ein vinkona mín sem ég fór stundum út að skokka með ákvað að skella sér í Powerade hlauparöðina. Hún er s.s. búin að fara tvisvar, en þetta hlaup er alltaf anna fimmtudag í mánuði, en ég er ekki enn búin að fara þrátt fyrir pressu frá henni. Powerade hlaupið er s.s. 10 km hlaup í Elliðaárdalnum í myrkri og hvaða veðri sem er. Stefnan er sett á 8. des. og var planið að vera búin að hlaupa mig í gang fyrir þann tíma. Hérna á blogginu munu því væntanlega vera yfirlit yfir hlaupin mín svo ég geti haldið utan um þetta.
Logi Snær búinn að vera lasinn síðustu daga og fékk að fara í Mosó í dag, en honum finnst nú ekki leiðinlegt að fá t.d. að fara í smíðakompuna með afa sínum að dunda sér.
Hérna kemur svo myndin af karlinum mínum sem ég ætlaði að hafa með í síðasta blogginu á gamla blogginu.


Síðustu hlaup:
sun. 13. nóv. 10 km á 63 mín.
mán. 14.nóv. ganga c.a. 5 km.
mið. 16. nóv. 5,5 km á 35 mín.
fös. 18. nóv. 5,5 km á 29 mín.
sun. 20. nóv. 10 km á 61 mín. + 1 km í upphitun og niðurskokk.
Mið. 23.nóv. 5,5 km á 30 mín.

1 ummæli: